Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 61
Solsénítsín - pólitískt mat sem annaðhvort höfðu orðið fyrir eignamissi eða voru gripin skelfingu, jafnt í Rússlandi og öðrum löndum hins borgaralega heims — um þetta allt þegir Solsénítsín eða gerir lítið úr. Lenín ráðlagði stofnunum rauðu ógnaraldarinnar að beita sér að „marg- víslegum skotmörkum“ (orð Liebmans) — mönnum úr her keisarans, stórbændum, vændiskonum, embættismönnum skrifstofuvaldsins, bröskur- um og „óáreiðanlegu fólki.“ Þetta rekur Solsénítsín svo að þyrmir yfir les- andann. Sumar skipanir Leníns minna á skipanir eins hershöfðingja hvít- liða, eins og Victor Serge greinir frá: „Allir handteknir verkamenn í göt- unni skulu hengdir. Líkin á að hafa til sýnis í þrjá daga.“ Sálræn sérkenni Leníns og orðháksháttur hans skipta líklega engu meg- inmáli, þegar skýra skal, hvernig rauða ógnaröldin færðist í aukana. I því máli er um ákveðin lögmál að ræða, sem Isaac Deutscher hefur lýst vel: „Ognaröldin á sér sitt eigið tregðulögmál. Byltingarflokkur telur verkefni sitt einfalt í fyrstu. Eyða þarf „litlum hóp“ kúgara eða arðræningja. Það er að vísu rétt, að kúgararnir og arðræningjarnir eru í miklum minnihluta. En gamla yfirstéttin lifði ekki í einangrun frá öðrum þjóðfélagshópum. A valdaskeiði sínu hefur hún riðið um sig net stofnana sem tami jafnt til ein- staklinga og þjóðfélagshópa, og hún hefur skapað margvísleg sambönd og hollustutengsl, sem bylting getur jafnvel ekki eytt að fullu. Þjóðfélags- líkaminn er ekki svo einfaldur að gerð, að hægt sé að sneiða lim frá bol eins og við uppskurð. Sérhver þjóðfélagsstétt er tengd næstu stétt með mörgum, lítt merkjanlegum millistigum. Skil aðals og hærri miðstéttar eru óljós, og smám saman tekur lægri miðstétt við af efri miðstétt. Milli lægri miðstéttar og verkalýðs eru engin greinileg mörk, og öreigastéttin er, einkum í Rússlandi, tengd bændastéttinni óteljandi böndum. Stjórn- málaflokkar eru tengdir sín á milli á svipaðan hátt. Byltingin getur ekki ráðizt til atlögu gegn þeim flokki, sem henni er fjandsamlegastur, án þess að sá flokkur og flokkurinn sem honum stendur næst, svari fyrir sig.“1 Hið flókna eðli þjóðfélags og stjórnmála sýnir, hve mikil hætta felst í einföldun og ofbeldisdýrkun ýmissa „vinstri sinnaðra öfgamanna“. Borg- arastríð kljúfa þjóðfélagið sjaldnast í „arðræningja“ og „arðrænda“; gegn framsæknum öflum rísa þá jafnan ekki aðeins afturhaldsstéttirnar, heldur einnig stórir hlutar þjóðarinnar, sem koma til liðs við þær af hugmynda- fræðilegum ástæðum, menningarlegri forpokun og fyrir áhrif kirkjunnar 1 Isaac Deutscher, The Prophet armed, London 1954. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.