Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 70
Tímarit Máls og menningar liðar hefðu fengið ónóga hjálp frá erlendum aðilum, að þeir hafi ekki staðið nægjanlega sameinaðir, þeim hafi orðið á hernaðarlegar skyssur, þeir hafi kúgað fé af almenningi, beitt Gyðinga ofbeldisaðgerðum og drepið fanga, en þetta dró mjög úr hollustu fólks við þá. Enda þótt hann álíti, að sundrung í röðum hvítliða hafi ráðið mestu um ósigurinn, lætur hann einnig getið annarra ástæðna, sem flestir sagnritarar byltingarinnar hafa lagt áherzlu á. Fjandsemi í garð flokksfulltrúa og Tséka í rússneskum sveitum jafnaðist sjaldan á við hatrið í garð gömlu stjórnvaldanna, og hafði ekki áhrif á hollustu almennings við sovétin. I huga alþýðunnar myndaðist „goðsögnin um gullöld bolsévíkastjórnarinnar, sovéttímabilið“. Hins vegar telur hann, að „án mikillar erlendrar íhlutunar, hefði rússneska borgarastríðið getað endað með ósigri bolsévíka, ef andstæðingar þeirra hefðu átt á að skipa óvenju vinsælum og ráðagóðum leiðtoga... eða hvít- liðar hefðu myndað pólitísk samtök, jafnsamstæð og viss um köllun sína og kommúnistaflokkurinn var.“ Deníkín lét í ljós fyrirlitningu sína á „slagorðum“, og honum svarar Ulam: „En hvað voru þau annað en slagorð, orð eins og „Oll völd til sovétanna", „Allt land til bændanna“, „Hver þjóð hafi rétt til að velja þá stjórnhætti, sem hún kýs“? Þessi orð höfðu tvímælalaust áhrif á gang byltingarinnar og stríðsins.“1 Slagorð? Hvaða tilviljun olli því, að bolsévíkar notuðu einmitt þessi „slagorð"? Furðuleg mótsögn felst í tilrauninni til þess, að sjá ekki annað í bylt- ingunni og stjórn sovétanna en „vef hryðjuverka og lyga“. Annars vegar er því haldið að okkur, að byltingin hafi verið verk örlítils minnihluta, valdarán, sem fylgt var eftir gagnvart þjóð, sem taldi hundrað og fimmtíu milljónir. Og á hinn bóginn er okkur sagt, að þessi þjóð hafi verið fórnar- lamb hugmyndafræðilegra lyga stjórnvaldanna, einkum á fjórða tug ald- arinnar. Byltingin beitti ofbeldi og Stalínsstjórnin lygum — ekki verður því mót- mælt. En hvaða kraftaverk olli því, að milljónir manna, sem nýju stjórn- arháttunum hafði verið þröngvað upp á, sýndu þessum stjórnarháttum svo takmarkalausa hollustu? A því er vissulega skýringar þörf. Sumir ádeiluhöfundar verða ugglaust fljótir til að benda á önnur dæmi um meiri háttar múgdáleiðslu í mannkynssögunni — gleymum t.d. ekki nazista- tímabilinu í Þýskalandi. Þótt ekki sé farið út í smáatriði í slíkum hugsan- legum samanburði, virðist líkingin harla vafasöm, a.m.k. að því er varðar 1 Adam B. Ulman, Lenin and the Bolsheviks, London 1966. 180
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.