Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar
aðferðum þeirra og skipulagi. Af lýsingu Þorleifs er unnt að ráða, á hvaða stigi
íslenzk stjórnmálabarátta var og hversu hún hafði breytzt að efni og formi síðan
1897. Glöggt kemur og fram sú staða, sem Reykjavík gegndi í þjóðmálíbarátt-
unni, og ennfremur sést, að í þessu litla bæjarsamfélagi voru vaxnir upp and-
stæðir hagsmunahópar, sem elduðu grátt silfur sín á milli.
I kosningunum 1908 unnu sjálfstæðismenn mikinn sigur og kom ráðherra-
sætið þá í þeirra hlut. Varð Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, fyrir valinu, og var
hann skipaður ráðherra 31. marz 1909, en Hannes Hafstein vék þá frá. Flokkur
Björns Jónssonar, sjálfstæðisflokkurinn, reyndist ekki vel samstæður, en hann
hafði myndazt við samvinnu þjóðræðismanna og landvarnarmanna í andstöðunni
móti stjórn heimastjórnarmanna og í bardaganum um uppkastið. Heimastjórnar-
flokkurinn, sem stóð víða fómm í stjórnsýslukerfinu, peningastofnunum og at-
vinnulífinu, reyndist mun samhentari en hinn nýi stjórnarflokkur.
Stjórnarstörf og framkoma Björns Jónssonar sætti harðri gagnrýni heima-
stjórnarmanna, og sumir flokksmanna hans, einkum landvarnarmenn, höfðu einnig
ýmislegt út á hann að setja. Eins og fram kemur í ritgerð Þorleifs H. Bjarnasonar
var lítill friður kringum ráðherrastól Björns Jónssonar og stóðu spjót á Birni
úr öllum átmm og barst leikurinn víða, um land allt og suður á Danagrund. Svo
fast sóttu heimastjórnarmenn að Birni Jónssyni að næst liggur við að víkja ör-
lítið við fornu herópi og leggja þeim það í munn: Aukum enn elda að Bjarnar
húsum.
Á ráðherradögum Björns Jónssonar varð eldur mesmr af landsbankamálinu, en
ágreiningsmálin voru mörg önnur, svo að stappar nærri, að Björn hafi ekki
mátt sig hræra án þess að hljóð heyrðist úr strokki. Þessi deilumál skulu nú
talin upp, en jafnframt vísað til hins ágæta rits Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráð
Islands 1904—1964, þar sem þau eru rakin á greinargóðan hátt:
1. Sambandsmálið. Meirihlutinn á alþingi 1909 samþykkti lög um samband
Danmerkur og Islands, þar sem stefnt var að hreinu konungssambandi.
2. Landsbankamálið.
3. Viðskiptaráðunaumrinn. Alþingi 1909 samþykkti að veita fé handa tveim
viðskiptaráðunaumm, en Björn Jónsson ákvað að gera úr þessu eitt embætti og
skipaði Bjarna Jónsson frá Vogi til þess að gegna því.
4. Landhelgisgæzlan. Sjálfstæðismenn á alþingi 1909 felldu það ákvæði á
brott, sem staðið hafði í fjárlögum síðan 1905, að % hlutar landhelgissekta og %
andvirðis upptæks afla og veiðarfæra rynni í ríkissjóð Dana.
5. Thoreskipafélagið. Félagið bauð landssjóði að eignast hlutdeild í eignum
þess, en í meðferð alþingis þróaðist málið svo, að fram kom frumvarp, þar sem
lagt var til, að skipaútgerð yrði hafin á vegum landssjóðs. Ekki náði mál þetta
fram að ganga. Hins vegar var samið um gufuskipaferðir bæði við Thorefélagið
og Sameinaða gufuskipafélagið, en hið síðarnefnda hafði áður annazt þær eitt.
6. Peningamál. Þær vammir voru bornar á Björn Jónsson, að hann hefði
tekið dýrt lán í Danmörku í sama banka og Thorefélagið skipti við. Einnig var
hann sakaður um að hafa ekki haft hreint mél í pokanum, hvað snerti afskipti
hans af tilraunum ýmissa manna til þess að koma hér á fót frönskum banka og
194