Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 10
Guömundur Andri Thorsson
Formviljinn
Um nokkrar jólahækur frá 1985
Skömmu eftir síðustu áramót kom saman hópur fólks til þess að spjalla um
nýliðna jólabókavertíð. Það sem hér fer á eftir er byggt á forspjalli um
prósaverkin — ekki fyrirlestri enda taldi ég mig ekki vita neitt meira um
málið en hver annar auk þess sem mat á stöðu bókmenntanna núna og
þróun þeirra síðustu ár krefst meiri yfirsýnar yfir efnið en ég hef. Sagan á
nefnilega eftir að vinsa úr það sem vert er að lifi — eða ef fólk kýs heldur:
þetta apparat sem stundum er kallað Bókmenntastofnunin á enn eftir að
velja úr sína þóknanlegu en forsmá hina. Það er líka varhugavert að einn sé
að setja fram fyrirmæli um lestrarlag allra hinna á bókum því hvað sem
akademískri ögun líður, aðferðafræði og Bókmenntastofnunarlesháttum, þá
er vissulega misjafnt að hverju við leitum í bókum; góðar bókmenntir rýna
ekki aðeins í viðteknar hugmyndir fjöldans heldur vekja þær með okkur
minningar um liðnar kenndir, lestur á bók er þegar öllu er á botninn hvolft
einkamál hvers og eins. Sumir lesa allar bækur út frá einni forsendu, einu
óútfylltu eyðublaði, leita alltaf að því sama og eru gjarnir á að krefjast þess í
leiðinni að skáldverk staðfesti sýn þeirra á samtímann, en veiti öllum hinum
nýja og óvænta og á það t. d. við um bókmenntafræðinga sem biðja um
afhjúpandi bækur og vitundarvekjandi og berjast á móti staðfestandi hug-
myndafræði handbenda hinnar borgaralegu karlstýrðu yfirbyggingar-
áróðursmaskínu ríkjandi stéttar. Hér verður spjallað almennt um nokkrar
skáldsögur — smásagnasöfnin verða að bíða betri tíma, og sökum þess hve
sögurnar eru enn nálægar okkur verða ekki dregnar neinar heildarályktanir
um stöðu íslenskra bókmennta, engum kyndli brugðið á loft.
Eg hef fyrir mér vítin. Það eru nú um það bil tuttugu ár síðan Kristinn E.
Andrésson skrifaði í TMM grein sem hét „Bókmenntaárið 1965“. A þeim
árum var nokkuð farið að örla á módernisma hér. Að vísu höfðu þeir
höfundar sem Sveinn Skorri Höskuldsson hefur kallað einu nafni „skugga-
kynslóðina" verið að skrifa einhverjar bækur við þokkalegan orðstír en
enginn þeirra gat orðið það sósíalíska stórskáld og tyftari borgaranna sem
Kristinn var að skima eftir, til þess voru raunsæishöfundar yfirleitt enn of
136