Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 10
Guömundur Andri Thorsson Formviljinn Um nokkrar jólahækur frá 1985 Skömmu eftir síðustu áramót kom saman hópur fólks til þess að spjalla um nýliðna jólabókavertíð. Það sem hér fer á eftir er byggt á forspjalli um prósaverkin — ekki fyrirlestri enda taldi ég mig ekki vita neitt meira um málið en hver annar auk þess sem mat á stöðu bókmenntanna núna og þróun þeirra síðustu ár krefst meiri yfirsýnar yfir efnið en ég hef. Sagan á nefnilega eftir að vinsa úr það sem vert er að lifi — eða ef fólk kýs heldur: þetta apparat sem stundum er kallað Bókmenntastofnunin á enn eftir að velja úr sína þóknanlegu en forsmá hina. Það er líka varhugavert að einn sé að setja fram fyrirmæli um lestrarlag allra hinna á bókum því hvað sem akademískri ögun líður, aðferðafræði og Bókmenntastofnunarlesháttum, þá er vissulega misjafnt að hverju við leitum í bókum; góðar bókmenntir rýna ekki aðeins í viðteknar hugmyndir fjöldans heldur vekja þær með okkur minningar um liðnar kenndir, lestur á bók er þegar öllu er á botninn hvolft einkamál hvers og eins. Sumir lesa allar bækur út frá einni forsendu, einu óútfylltu eyðublaði, leita alltaf að því sama og eru gjarnir á að krefjast þess í leiðinni að skáldverk staðfesti sýn þeirra á samtímann, en veiti öllum hinum nýja og óvænta og á það t. d. við um bókmenntafræðinga sem biðja um afhjúpandi bækur og vitundarvekjandi og berjast á móti staðfestandi hug- myndafræði handbenda hinnar borgaralegu karlstýrðu yfirbyggingar- áróðursmaskínu ríkjandi stéttar. Hér verður spjallað almennt um nokkrar skáldsögur — smásagnasöfnin verða að bíða betri tíma, og sökum þess hve sögurnar eru enn nálægar okkur verða ekki dregnar neinar heildarályktanir um stöðu íslenskra bókmennta, engum kyndli brugðið á loft. Eg hef fyrir mér vítin. Það eru nú um það bil tuttugu ár síðan Kristinn E. Andrésson skrifaði í TMM grein sem hét „Bókmenntaárið 1965“. A þeim árum var nokkuð farið að örla á módernisma hér. Að vísu höfðu þeir höfundar sem Sveinn Skorri Höskuldsson hefur kallað einu nafni „skugga- kynslóðina" verið að skrifa einhverjar bækur við þokkalegan orðstír en enginn þeirra gat orðið það sósíalíska stórskáld og tyftari borgaranna sem Kristinn var að skima eftir, til þess voru raunsæishöfundar yfirleitt enn of 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.