Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 11
Formviljinn borgarfælnir. Kristni þóttu módernistar ekki líklegir til að blása þjóðinni í brjóst þjóðlegum endurreisnaranda. Honum hugnaðist ekki módernisminn þar sem bölmóður ríkti, kaotísk bygging og drungaleg lífssýn, fagurkera- háttur, listadýrkun og annað borgaralegt — ekki síst: vegsömun Erosar. Hann talaði í þessu sambandi um formvilja, sem var umorðun á gamla skammaryrðinu formalismi. Hann var að leita að nýjum Fjölnismönnum á þessum kanasjónvarpsárum, nýjum Halldóri Laxness í stað heimsborgarans í jakkanum með plús-exmynstrinu sem var farinn að skrifa um stóra Blekk- ingu — nýjum höfundum sem skrifuðu Luckácsarlega rómana um skuggaleg áform valdastéttarinnar og niðurlægingu þjóðarinnar á nýjum nýlendu- tímum, hann vildi að höfundar brygðust við með því að skrifa realískar bækur með sósíalískri sýn til bjartrar framtíðar eða kjarnorkudauða ella. Hann fann sína spámenn, brautryðjendur sósíalískrar endurreisnar í íslensk- um sagnaskáldskap: Jóhannes Helga og Ingimar Erlend Sigurðsson. Við vitum hvernig þeir reyndust Kristni. Eg veit ekki hvernig skáldsögur Borgarlíf og Svört messa þættu í dag, það skiptir ekki máli hér, en það undarlega gerðist að í kjölfar kanasjónvarps viðreisnar og annarrar afsiðandi gerspillingar greip um sig almenn róttækni meðal borgarbarnanna ekki síst af þeim sökum að heimurinn hafði skroppið saman, Víetnam-stríðið var háð af þeim sama her og hér var, á bítlaöld varð Ed Sullivan bjánalegur. Og tíu árum eftir að Kristinn E. hafði skrifað grein sína rættust draumar hans um sósíalískar bókmenntir þegar ungir höfundar höfðu uppgötvað að heimurinn var ekki aðeins ísland og Ameríka kanasjón- varpsins, tóku að líta kringum sig í heiminum — og fyrir þeim varð Skandí- navía. Um nýraunsæið hefur nóg verið sagt — það gekk ekki upp — nema það má leggja áherslu á að þetta voru yfirleitt fyrstu bækur ungra höfunda skrifaðar á tímum undarlegra hræringa þegar sumir mektarmenn voru að því er virtist í fullri alvöru maóistar. Menn voru að skrifa heiftúðugar greinar í „Stéttabaráttuna" sem hétu nöfnum eins og „Smáborgaralegi stílistinn í fílabeinsturninum" og var þar átt við Halldór Laxness. Ungir höfundar vildu ekki láta um sig spyrjast að þeir væru smáborgaralegir — hvað þá stílistar — en þetta tvennt var einhvern veginn tengt saman að rússneskum hætti. Hvarvetna í vinstrihreyfingunni óðu uppi bókmennta- fjandsamlegar meinlokur, nema einna helst meðal fylgismanna Trotskís sem hafði átt skynsamlegan orðastað við hina eiginlegu rússnesku formalista og síðar lent í samkrulli við André Breton. En það má gera of mikið úr því að nýraunsæispennar hafi verið á formrænum villigötum vegna ranghugmynda sem lágu í tíðinni og þess vegna skrifað gölluð verk. Það er ekki sjálfgefið að réttar hugmyndir skapi 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.