Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 32
Tímarit Máls og menningar Kona á valdi karllegra sjónarmiða: hlutgerð, niðurlægð. Hún sér sig utan frá, sjálf hennar framandgert, klofningin í senn andleg og líkamleg. Sem eykst í nauðgunartilrauninni sjálfri. A því augnabliki bregst hún við eins og dýr í gildru, afmennskunin nær hámarki: Það braust hljóð upp úr hálsinum á mér, hækkaði og varð að skerandi veini sem bergmálaði langdregið í sölum hússins. Ég hafði aldrei heyrt slíkt hljóð. (15) Ljótleikinn er og yfirþyrmandi. Hún sjálf gerð að viðfangi: glennt í sundur, brotin niður; hann: spikfeitur, gráðugur, viðurstyggilegur. Á þessu augnabliki er eins og sögukonan klofni í miðju, vitund hennar og líkami skiljast að: líkaminn gefst upp, öskrið brýst fram, ósjálfrátt; sjálf horfir hún á og hlustar eins og áhorfandi að sjónleik. Ástandið einkennist þannig í senn af óbærilegri nálægð og fjarlægð. Sjálfið reynir að aðgreina sig til að glatast ekki. Nauðgunarlýsingin er á vissan hátt táknræn fyrir mannlegar aðstæður í samfélagi, sem þvingar umfram nauðsyn. Það lagar einstaklinginn að for- ræðiskenndu siðferði, takmarkar frelsi hans við það sem aðrir vilja og leyfa, nauðgar honum á þann hátt óbeinlínis. Sá sem lifa vill „frjálsu“ lífi fær til te- vatnsins svo um munar, kunni hann ekki að girða í kringum sig. Hann sleppur að minnsta kosti ekki við sjálfsdóm og samviskukvöl. Sú er raunin í Sunnudagskvöldi. Sögukonunni tekst að losna úr klóm nauðgarans en verð- ur þá ljóst að sjálf ber hún sökina, angistin blandast sektarkennd líkt og í fyrsta atriði: Alls staðar varð ég til ills. Þarna kom ég eins og djöfullinn holdi klæddur og freistaði þessa manns, sem leit út eins og postuli og var ábyggilega grandvar hversdagslega. Hafði hann kannski ekki verið góður við mig? (16) Sögukonan þykist ráða lífi sínu sjálf og hagar því eins og henni hentar, víkur frá almannasiðferði, situr fyrir hjá málurum, drekkur og elskar. Bíður hins vegar ósigur af því að siðaboðin eru hluti af henni sjálfri. Hún getur hvorki samlagað sig né gert uppreisn af fullum heilindum. Lifir þó nær nátt- úrunni en aðrir, saklausari. Líf hennar einkennist með öðrum orðum af sam- gönguleysi hið innra og við ytra umhverfi. Uti á ný, hlaupandi eins og „dauðskelkað dýr“: „Oll hús voru harðlokuð og stormurinn næddi og hvein í hverju sundi“ (16). Utlagi og á ekki heima í húsi. Fyrri atriði endurtekin. 3. Þriðja sneið sögunnar er mun styttri en þær fyrri, form hennar þó 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.