Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 34
Tímarit Máls og menningar
mögnun. Sneiðarnar fjórar skiptast allar í tvö atriði og má lýsa venslum
þeirra á eftirfarandi hátt:
Fyrra atriði Seinna atriði
(inni) (úti)
Fyrsta sneið í húsi á götu
Onnur sneið í húsi á götu
Þriðja sneið í bíl - á götu
Fjórða sneið í húsi ► á götu
Þessi hreyfing er skorin af annarri, lóðréttri, eins og komið hefur fram.
Hún gefur til kynna að ferð sögukonunnar hafi í senn hlutlæga og huglæga
merkingu.
5
Sunnudagskvöld einkennist af gagnrýnisanda, því að líkt og raunsæisskáldin
dregur höfundur upp neikvæða mynd af sundurklofnu samfélagi. Sögukon-
an á í höggi við hugmyndafræði, sem fordæmir frjálsa útrás og leggur
einstaklinginn í læðing, hugmyndafræði, sem leyfir engin afbrigði. Gegn
henni stefnir sagan þjóðfélagsgreiningu, sem einkennist af töluverðri ein-
földun, bernskri rökfærslu. Sé persónusafn sögunnar skoðað kemur í ljós
skörp andstæða á milli yfirstéttar og undirstéttar, andstæða, sem í senn er
félagsleg, siðleg og kynferðisleg. Stéttarstaða er tengd yfir-sögulegum, kyrr-
stæðum gildum. Andhverfuna má setja upp á eftirfarandi hátt:
yfirstétt harðneskja bæling
undirstétt kærleikur útrás
Samskonar andhverfa einkennir hefðbundið, gagnrýnið raunsæi, verk
eins og Siggu-Gunnu. Rökvísin af mýþískum toga, því að tengd eru saman
hugtök úr ólíkum merkingardeildum og þau látin skilgreina hvert annað:
andhverfa undirstéttar og yfirstéttar er hin sama og andhverfa góðs og ills
o. s. frv. I Sunnudagskvöldi á efnafólkið heima í vel búnum húsum, eigandi
hluti og bíla, klætt gaberdínfötum. Það er fordómafullt og siðspillt, tilfinn-
ingalíf þess bælt og afskræmt. Oreigarnir hafast hins vegar við í vinnuskúr,
klæddir nankinsfötum, fordómalausir, óspilltir og skilningsríkir. Fylla og
flokk utangarðsfólksins eins og sögukonan.
Tengsl Astu Sigurðardóttur við hefðina eru augljós af framansögðu.
Sögur hennar snúast flestar hverjar um togstreitu boðs og þarfar, vonlitla
uppreisn og þjakandi drottnun. Persónur hennar sækjast eftir lífi og ást,
160