Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 47
Myndir
Maðurinn tók sér málhvíld og greip andann á lofti. Hann var sjálfur orðinn
æstur.
Hér höfum við óbeina frásögn; höfundurinn gefur sig fram og upplýsir
að það var „maðurinn“ sem sagði söguna. Beina ræðan í upphafi hefur verið
staðsett, við horfum á manninn úr sömu fjarlægð og höfundurinn og lesum
hugsanir hans eins og opna bók. Allt er orðið hefðbundið og gott. En sú
dýrð stendur ekki lengi. Næsta setning er:
Þetta var eiginlega betra en á bíó — þar er myrkur og maður getur í mesta lagi
heyrt hræðslu áhorfendanna . . .
Hver er eiginlega að tala hér? Hver er „maður“? Er það „maðurinn" eða
höfundurinn? Af hverju er skipt úr epískri þátíð fyrstu setningarinnar yfir í
nútíð?
Við skulum gefa okkur að hér sé á ferðinni dulin, bein ræða, inngangsorð-
unum: Manninum fannst. . . að þetta væri eiginlega betra en í bíó, sé sleppt
og hugsanir mannsins séu látnar tala fyrir sjálfar sig. Ekki er sú niðurstaða
fyrr fengin en höfundur hrifsar orðið af persónunni:
. . . en í þessu föla, tekna barnsandliti gat hann lesið skelfinguna . . .
Og aftur er skipt yfir í dulda, beina ræðu og hugsanir mannsins:
— litlu, óhreinu hendurnar héldu krampataki um stólbríkina og litlu innskeifu
fæturnir voru eins og límdir niður í bónað gólfið. Telpan var alveg eins og
lítið dauðhrætt dýr. (121)
Eftir næstu málsgrein þar sem aftur er skipt frá höfundi til dulinnar,
beinnar ræðu í þátíð tekur við löng, ótengd málsgrein í nútíð: „Þegar
venjulegt fólk er að hræða krakka . . .“ Hver talar þar? Og hvaða ófriður er
þetta eiginlega? Við erum að leita að höfundinum í verkinu, mati hans á
þessum „manni“ og þar með einhvers konar vilja til að tala við okkur,
lesendur, hafa áhrif á okkur. En höfundurinn felur sig, er ópersónulegur,
vill ekki segja neitt um manninn heldur lætur hann lýsa sér mest megnis
sjálfum. Telpan og móðirin eru séðar utan frá, með hans augum.
Á sjöttu síðu (126) færist frásögnin svo frá manninum, ekki með skiptum,
ekki einu sinni við greinaskil, heldur inni í miðri málsgrein sem byrjar í
hugsunum hans. „En það gerði krakkinn ..." I lok málsgreinarinnar fylgj-
um við hugsunum telpunnar. Það höfum við áður gert - en aðeins með því
að fylgja hugsunum stjúpans um hugsanir hennar. Hér segir hins vegar að
173