Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 62
Tímarit Máls og menningar
Það er hægara sagt en gert, Falútero minn. Fái ég guðslaun fyrir að
annast klæði Friðlanna finn ég kannski kvenfulltrúa; enda eru til
ýmsar gjafvaxta og margar mannbærar konur á góðum aldri sem eiga
gott skilið.
Það er erfitt, Beníto, afar erfitt. Trúin er forn. Og hver trúir núna á
ámóta ólifnað, eins og fólk er orðið uppfrætt? Eg held fyrir mína
parta og þeirra í framkvæmdastjórn að ekkert sé því til fyrirstöðu að
þér, sem eruð í senn þurfalingur og ófær til vinnu sökum blindu, ann-
ist búning Friðlanna.
Já-já. Eg skal dreifa hátíðarklæðum meðal karlmanna. Fornar venj-
ur falla þá ekki úr gildi.
Nú hypja ég mig. Eg kveð yður og treysti á loforðið.
Eg tek yður á orðinu, Falútero minn; á orðinu. Og nú fer ég að
leita, guð hjálpar mér.
Kaldar hendur Lídu Sal voru löðrandi í sápu. Hún sleppti disk-
inum sem hún var að þvo, studdist við arm blindingjans og snerti kar-
bætta ermina sem var bót við bót. Beníto Jójón bráðnaði þá og nam
staðar, enda á leið heim til sín. Blindinginn átti heima á öllu torginu;
og hann spurði hver stöðvaði hann.
Það er ég, hún Lída Sal, stúlkan sem þvær diskana í matskálanum.
Jæja, dóttir góð, hvað er þér á höndum?
Eg vil þér gefið mér gott ráð . . .
Ha og hana-nú! Þú ert ein þeirra sem trúir að til séu forn ráð . . .
Einmitt af því mig vantar splunkunýtt ráð sem aðeins þér getið
fundið og hafið ekki gefið annarri konu áður, ráð sem mér hefði ekki
einu sinni dottið í hug. Nýtt eins og gefur að skilja; glænýtt . . .
Athugum, sona, ef ég get . . .
Um er að ræða, nú þér vitið . . .
Eg veit ekkert.
Eg er — hvað skal segja — dálítið skotin í manni; en hann lítur ekki
við mér.
Er hann ókvæntur?
Já, laus og liðugur, laglegur og ríkur, andvarpaði Lída Sal. En hver
lítur á uppþvottastelpu ef hann er mikill maður?
Hertu upp hugann. Eg veit hvað þú vilt. Þú segist vera þvottakona;
varla trúi ég þá þú eigir fé til kaupa á fötum á Friðlana. Þau kosta
sitt . . .
188