Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 63
Spegillinn hennar Lídu Sal
Hafið engar áhyggjur. Ég á grænan eyri. Nema ef fötin kosta ein-
hver ósköp. Eitt fýsir mig að vita, það hvort ég fæ töfrafötin til að
færa þau vanmetagripnum á Meyjardaginn. Hann býst þá sem Friðill
búningnum sem ég sendi. Það skiptir höfuðmáli, hitt er undir töfrun-
um komið.
Dóttir góð, ég er blindur og veit ekki hvar er að hitta þann sem þú
ert skotin í, herramanninn. Ég veð þannig í tvöfaldri blindni.
Lída Sal teygði sig að hinu stóra, hrukkótta, loðna og óhreina eyra
blindingjans og sagði:
Hjá Alvísúresfjölskyldunni.
A . . . ha . . .
Hann Felípe litli Alvísúres . . .
Ég skil vel að þú vilt ganga í gjafmilt hjónaband . . .
Nei, í guðanna bænum! Þér eruð blindur og sjáið ekkert í skíru
ljósi; athugið það! Og þess vegna haldið þér að ást mín sé byggð á
hagnaðarvon.
Jæja, ef ástin er ekki byggð á þeirri von, þá á líkamsþörf . . .
Ekki vera klúr. Þetta er sálarþörf. Ef þörfin væri líkamleg kófsvitn-
aði ég við að sjá hann. Ég svitna ekkert, hið gagnstæða: ég verð ekki
með sjálfri mér og andvarpa.
Gott er það. Hvað ertu gömul?
Bráðum nítján. Ég segi . . . kannski tvítug. En sussu-nú, burt með
lúkuna . . . Þér eruð blindur og allt það. En þér þuklið til að vita
hvernig þúfan er!
Dóttir sæl, ég vil ganga úr skugga, vita fyrir víst hvernig þér er í
skinn komið . . .
Ætlið þér þá til Alvísúranna? Það langar mig að vita.
Þegar í dag . . . Hvað hefurðu dregið á puttann á mér? Hring?
Gullhring sem kostar þyngd sína . . .
Gott er það . . . og fyrirtak . . .
Ég gef yður hringinn upp í það sem greiða á fyrir guðsþökkina,
upp í kaup á klæðum á Friðþægjarann.
Hagsýn telpa. En ég get ekki gengið á fund Alvísúranna nema ég
viti hvað þú heitir . . .
Lída Sal. . .
Nafnið er fagurt, en ekki af kristnum uppruna. Eflum seiðinn. Ég
ætla að setjast eins og jafnan á vagninn hans herra Felípe, því þessa
189