Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 67
Spegillinn hennar Lídu Sal
Hægan nú, herra blindingi, sagði Lída Sal. Orðaflækja yðar heppn-
aðist bærilega. Sálin var í sólskinsskapi. Nú ríður á að vaða ekki í
villu.
Þú ert illa innrætt og vilt ýta á eftir svo ég finni fyrir hringnum sem
þú dróst á fingur mér í dag. Nú á ég hringinn. Eg vann mér hann inn
með þrautum, erfiði og hæfni. A morgun færðu föt Friðilsins sem
hann Felípe yngri klæðist á hátíðinni.
Og hvað á ég að gera?
Sofa í þeim í nokkrar nætur, dóttir góð, svo þræðirnir verði
þrungnir töfrum þínum enda eflist maðurinn af galdri í svefni. Þegar
pilturinn fer í klæðin á hátíðinni finnur hann töfrana og leitar þín og
getur ekki lifað án þín.
Lída Sal reyndi að ríghalda sér í loftið. Hana svimaði. Hún greip í
stólbak en studdi hinni hendi á borðið og andvarpaði djúpt.
Grætur þú?
Nei-nei . . . Víst-víst!
Grætur þú eða græturðu ekki?
Eg græt af gleði . . .
Ertu svona ánægð?
Hægan, herra blindingi. Hægan-nú!
Hönd blindingjans missti takið á heitu brjósti stúlkunnar. Hún
fann hvernig peningarmr sem Felípe Alvísúres yngri borgaði með
hrundu milli brjóstanna niður um kviðinn, rétt eins og úr hjarta
hennar hefði rignt heitum málmi eða það slegið mynt til þess hún
gæti borgað Jójóni fyrir töfrafötin.
5.
Ekki voru til fegurri klæði en föt Friðilsins. Buxurnar líktust þeim
sem lífverðir páfans eru í. Skyrtubrjóstið var hart eins og á vernd-
arengli og jakkinn var jakki nautabana. Stígvél, axlaskúfar, hinar
gullnu leggingar, hnapparaðirnar og gullsnúrurnar voru ósviknar og
það glitraði á palíettur, perlubönd og glerflísar sem gimsteinar væru.
Friðlarnir Ijómuðu eins og sólir í fylkingunum sem fylgdu Maríu
mey ljóðsins í skrúðgöngu um götur bæjarins, bæði aðalgöturnar og
götur fátækrahverfanna enda var enginn svo snauður að hin háa frú
liti ekki inn í hús hans.
Herra Felípe vatt höfðinu til í allar áttir. Vel að hyggja, honum
TMM V
193