Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar
Þetta uppkast er vélritað blað í handritum Kristins, í pakka merktum Félagi
byltingarsinnaðra rithöfunda, og er sami textinn tvisvar á því, orðrétt eins (en
frágangsatriði mismunandi). Hann er birtur hér (í seinni gerð) á eftir stefnuskrá.
Heimildum ber saman um að félagið hafi verið laust í reipunum, en þó hélt það
aðalfundi og kaus sér stjórn, svo sem félög er lög hafa. Halldór Stefánsson segir um
þetta í viðtali við Þorleif Hauksson í TMM, 1977 (bls. 120):
Mér fannst það alveg tilgangslaust að vera að setja svona félagi einhver lög,
það gat bara samþykkt það sem það vildi á sínum fundum. Svo hef ég kannske
verið svolítið nálægt anarkistum. En það tóku allir vel undir það.
Þessar góðu undirtektir við tillögu um að hafa ekki lög, hafa ef til vill ekki stafað
af almennum anarkisma í félaginu, heldur af hinu, að samkvæmt 4. grein laga hefði
félagsmönnum verið skylt að skrifa samkvæmt stefnuskránni. Menn hafa getað litið
svo á að það væri að sönnu markmiðið með veru þeirra í félaginu, en þá væri einmitt
rangt að gera það að skilyrði fyrir veru þeirra þar, að þeir hefðu þegar náð þessu
markmiði.
Félag byltingarsinnaðra rithöfunda
Tilgangur félagsins er:
1. að starfa á alþjóðlegum grundvelli byltingarsinnaðra rithöfunda.
2. að efla róttæka skáldskaparstefnu hér á landi.
3. að heyja baráttu gegn fasisma í íslenskum bókmenntum.
4. að vera málsvari og samherji verkalýðsins í menningarlegu byltingarstarfi
hans.2
Að þessu vill félagið vinna:
1. með fræðslustarfsemi
a) um undirstöðuatriðin í heimsskoðun marxismans.
b) um þróun verklýðsmenningarfw«ítr, viðgang hennar á Sovjet-Rúss-
landi og bókmenntastörf byltingarsinnaðra rithöfunda víðsvegar um
heim.
2. með róttækri gagnrýni á íslenskum nútímabókmenntum, fyrst og fremst
á málfundum innan félagsins, þar sem sérstök áhersla er lögð á skólun
meðlimanna sjálfra.
3. með samvirkri rannsókn íslenskra skáldskapargreina og þeirra listaðferða
sem þar þekkjast, ásamt leit að nýjum tegundum, nýju formi og endur-
nýjuðu máli.
4. með æfingum í skáldskap, frumortum og þýddum, sem lagður er fram
fyrir félagsmenn til umsagnar og gagnrýni.
202