Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar
R: Ja Vín.
B: Vín, jaja.
R: Þar hafa búið margir músíkantar.
B: Já margir, svo margir.
R: Beethoven.
B: Já, og Brahms, Strauss.
R: Já já, Strauss. Og Webern. Einu sinni hlustaði hann á okkur
Göggu. Hann var hrifinn. Faðmaði Göggu að sér. Ég veit ekki af
hverju, segir hann lækkandi róminn eftir því sem einhver óútskýrður
hlakkandi hlátur þrýsti meira á þau bönd sem héldu honum niðri og
slepptu ekki. Og hann hvarflaði augunum með hraði um stofuna. Var
hann að leita að nýju mikilmenni tónlistarsögunnar til að nefna í
þessari fjálgu upptalningu til dýrðar Vínarborg? Eða var það eitthvað
annað sem hann þurfti að fylgjast með í sambandi við léttstígar freist-
ingar sem flögruðu um sviðið?
Söngkonan settist í sófabekk undir rauðbrúnu málverki eftir Jó-
hann Briem af asna og kerru sem var málað eftir dvöl í landinu helga
undir áhrifum frá sagnfræðilegum þýzkum expressíónisma sem er
löngu fyrirbí. Það er einsog ofið, segir ung frú um málverkið.
Söngkonan er mjög hávaxin með næmleika í augum sem grynnist
ekki í hröðu efnislitlu samtali. Um kvöldið hafði píanóleikarinn
byrjað á forspili að allt öðru lagi en hún var búin að segjast syngja og
hafði kynnt nokkrum orðum. Ég stóð þá alveg alein, segir hún.
Frammi fyrir öllu fólkinu. Maður þarf að geta slappað af á sviðinu.
Einu sinni fannst mér eitthvað vanta á afslöppunina. Hvað? Þá fann
ég að tærnar voru krepptar eins og á apa sem hangir á fótunum með
tærnar utan um grein.
En þá sit ég á tali við Halldór Laxness: Guggenheimsafnið í
Ameríku, það er mjög skemmtileg bygging. Það er byggt einsog
gormur. Gangur sem er undinn upp hring eftir hring líkt og gormur.
Engar tröppur. Dálítið líkt og Rundetárn í Kaupmannahöfn . . . þú
veizt hvernig Rundetarn er.
Ég verð að játa að ég hef aldrei komið í Rundetárn.
Ha, Rundetárn. Er einhver sem ekki hefur komið í Rundetárn!
Nei, ég hef alltaf haldið að það væri svo mikil biðröð að ég hef ekki
lagt í það.
Biðröð hahaha.
212