Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 89
Ingunn Þóra Magnúsdóttir
Um strammaskáldskap
Málfríðar
Listtjáningin er ein af aðferðum mannsins til að ná valdi yfir náttúruöflun-
um. Listin er eins konar galdur og allir listamenn eru galdramenn sem
fremja seið sinn í formi hinna ólíkustu listgreina.
I greinarkorni þessu verður fjallað um Málfríði Einarsdóttur og stramma-
skáldskap hennar, en um þann þátt listsköpunar hennar hefur svo til ekkert
verið ritað, svo ég viti.
Ég leitaði með logandi ljósi í bókum hennar, en þar er varla á hann
minnst, nema þá eins og eitthvað jafn sjálfsagt og lífsloftið. Hvers vegna
minnist hún svona sjaldan á krosssaum sinn, jafn mikill og hann var að
vöxtum — verk hennar skipta hundruðum — var það af hæversku, eða þótti
henni sem hann væri einskis metinn? En nú bregður svo við, eftir að
„upphefðin kom“, en svo kallaði hún rithöfundarverðlaun útvarpsins, að í
flestum blaðaviðtölum er ekki síður rætt um þessa hlið listtjáningar hennar.
Það er eins og hún vilji koma krosssaumnum á framfæri, eins og hann sé það
barn hennar sem hefur orðið útundan. Og þó kallar hún strammaskáld-
skapinn æviplágu og mestallt andlausa vinnu við uppfyllingu.
Hér áðan var listamönnum líkt við galdramenn. Ein slík galdrakona var
Málfríður Einarsdóttir.
Æviágrip
„Þá er ég fæddist í Munaðarnesi í Stafholtstungum 23. október 1899, skein
hin sama sól yfir þessa hina sömu jörð, en þó finnst mér sem þá hafi verið
dimmt og kalt, og var þá vetur í landi,“ segir Málfríður í fyrra bindi ævi-
minninga sinna, Samastaður í tilverunni, sem kom út 1977 (28—9).
Málfríður var skírð við kistulok móður sinnar tveimur vikum eftir fæð-
inguna. Móðurmissirinn olli eins konar heimshryggð, sem fylgdi henni alla
ævi. „Ég hef aldrei átt móður,“ heyrði ég hana oft segja síðasta sumarið sem
hún lifði. „Þegar ég fæddist í ljós annarrar aldar sinnti mér hvorki faðir né
móðir og var ég óvelkomin í heim þenna.“ (Sst. 27)
215