Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 93
Um strammaskdldskap Málfríðar
Er þetta ekki fóstur? sagði einhver, en Málfríður hafði gaman af að láta fólk geta
hvað væri á púðum hennar. „Nei þetta er skemmda nýrað í mér.“
síðasta. Hún kveið því mest að verða blind og geta ekki framar notið alls
þess sem sjónin veitir okkur dauðlegum mönnum á sviði bókmennta og
lista. En til þess kom ekki. Þetta „takmark lífins", eins og Baudelaire,
hennar eftirlætis skáld, kallar dauðann, vitjaði hennar 25. október 1983.
Fóbíurnar saumaðar í stramma
Þetta hófst allt úti í Kaupmannahöfn á Ljóslækningastofnun Finsens. „Eg
sauma frá mér fóbíurnar svörtu," segir hún í Sálarkirnunni. Þessar fóbíur
voru ekki hrellingarnar sem sjúkdómurinn lagði á hana, heldur fóru þær á
stjá við fæðingu hennar, eins og hún segir í Samastaðnum (bls. 30): „En ætli
þessi hrelling, fóbíurnar svörtu, sem ég þarf að festa sjónir á til að sauma
þær í stramma áður en lífi mínu lýkur, ætli þær hafi ekki sótt að mér í
myrkrinu þarna á bænum, þar sem komið var nýtt mannslíf nýkviknað, sem
ég held flestum hafi staðið á sama um, en önnur nýslokknuð sem öllum
þótti eftirsjá að“ (tvíburabróðir hennar og móðirin).
Ofreskjurnar sem nöguðu hana sí og æ, urðu henni myndefni. Bakterí-
urnar sem herjuðu á líkama hennar og lögðu svo marga aðra að velli, við þær
219