Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 95
Um strammaskáldskap Málfríðar
Mondrian. Nú á dögum þætti líklega bíræfið að nota verk viðurkenndra listamanna
á þennan hátt. „Er þetta nokkuð betra en að sauma Rauða drenginn?“ sagði hún eitt
sinn. Eg spurði listafólk kunnugt verkum hennar, ef svo væri, í hverju munurinn
væri fólginn. Svarið var: Munurinn er sá að það hefði aldrei hvarflað að henni að
velja lélega list. (Með fullri virðingu fyrir Rauða drengnum).
Trúlega hafa andstæðurnar höfðað til hennar. Lýsingar í bók Björns Th. Björns-
sonar, Aldateikn, á þessari list Mondrians um hið lárétta og lóðrétta, „tákn hins
upprétta manns á láréttri jörð, tákn hugar og efnis, dags og nætur, karls og konu“
finnst mér samsvara nokkuð því sem hún segir sjálf í viðtali í Vísi: „Mér finnst ég
hafa lifað í margar aldir. Ævi mín spannar frá nokkru sem nefna mætti tímabil á
mótum steinaldar og járnaldar til atómaldar, frá upphafi flugaldar til geimflugs. Frá
opnum bátum rónum og seglskipum til skuttogara. Frá hestum til reiðar og áburðar,
flestallra flutninga og ferðalaga á landi, til bílaldar og flugaldar, frá hörmulegu
heilsufarsástandi til útrýmingar flestra veikinda, frá torfkofum og timburskúrum til
steinsteypuhúsa, frá húsþrengslum til húsrýmis, frá örbirgð til allsnægta, frá ítrustu
sparsemi og nirfilsskap til gegndarlausrar sóunar, frá.......til.“ Það er dúal-
isminn í verkunum sem ég held að hafi höfðað svo mjög til hennar.
þessar tvær áttir, að hinu ritaða orði og hinum myndrænu flötum. En skrif
hennar eru oft á tíðum eins og myndir er líða fram hjá. Og púðarnir hennar
eru eins og ljóð á stundum. Og þegar hún saumar upp eftir öðrum, þá velur
hún jafn ólíka menn og Mondrian og Klee. Mondrian með sín ströngu,
kláru og hreinu form og Klee með sinn ljóðræna sveigjanleika og káta
221