Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 96
Tímarit Mdls og menningar
Hver er þetta?
Hann bar lík.
Ha?
Hann bar lík í Brekkukotsannál.
Elías Mar? Það er rétt (hlátur).
Eitthvað á þessa leið var samtal okkar Málfríðar yfir þessari mynd. Hér skiptir hún
fletinum strangt í reiti. Fyllir hún flesta reiti með mjúkum formum, þang sem tákn.
Fiskinn (hans Matisse) lætur hún synda í svörtum sjónum, og sem mótvægi við þann
flöt lætur hún vin sinn Elías Mar bera við rauðan flöt. Dauðagrímurnar sem oft
koma fyrir í myndum hennar eru þarna eins og til að segja Memento mori.
frásagnarmáta. En þetta tvennt bjó einmitt í henni sjálfri. Kemur þetta fram
í púðunum hennar, þar sem hún skiptir mjög strangt í reiti, eins og til að
aðskilja og afmarka öll þessi mjúku ljóðrænu form sem hún leikur sér með
inni í reitunum.
Málfríður var afskaplega viðkvæm gagnvart því sem var lélegt í listum.
Hún var óskóluð í myndlist, en þó var hún hámenntuð á því sviði. Hennar
listaskóli voru verk meistaranna á söfnum og í listaverkabókum, svo og
listasagan, því hana þekkti hún vel eins og allt sem hún hafði áhuga á, hitt lét
hún eiga sig.
Ymislegt má finna sameiginlegt með skrifum Málfríðar og útsaumnum.
Hvort tveggja er eins og hugrenningar sem falla að því er virðist áreynslu-
laust á sinn stað, „eins og lauf sem falla“. En vinnubrögðin voru gjörólík.
Hún sagði að það hefði aldrei bætt texta sinn að breyta honum eftir á. „Þetta
gerist allt óvart. Þegar ég fer að hugsa, eins og flestir gera víst, þá verður
222