Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 103
Jarðarför að hausti
og síðan á kistuna. Stúlkan var ennþá með diskóið á sér en nú héngu
heddfónarnir um háls hennar einsog skraut. Við heyrðum óm af tón-
list.
Já, sagði ég eins og spurning hennar hefði verið í hæsta máta eðli-
leg. Sem hún og var miðað við aðstæður.
Þegar við höfðum komið kistunni uppá veginn rauk líkbílstjórinn
uppí bílinn minn og hvarf fljótlega á leið í bæinn. Við stóðum þarna
fimm yfir hvítri kistunni sem innihélt draslið af afa mínum, fjórir
sparibúnir frændur með hálstau og stúlka í hlaupagalla og með vasa-
diskó. Ekkert okkar kunni að haga sér undir kringumstæðunum.
Djöfull hafiði klúðrað þessu svakalega, sagði stúlkan.
Það var nokkuð til í því — óneitanlega svakalegt að glopra heilli
jarðarför útúr höndunum á sér.
Hver var? bætti stúlkan við og kinkaði kolli í átt til kistunnar.
Dágóða stund beið hver okkar eftir að annar svaraði og það endaði
með því að ég sagði: Afi.
Og svo þögðum við áfram, það voru hvítir snjókollar á höfðum
okkar. Eg veit ekki eftir hverju við vorum að bíða, né heldur hefur
mér orðið ljóst hvað við hugsuðum, hvers við væntum. Kannski
fengum við einhverja fáránlega grillu um að líkbílstjórinn hefði farið í
bæinn tilað redda málunum. Þó hefði staðið okkur nær að halda að
hann hefði einungis verið að forða sér — jafnvel af landi brott, yfir-
kominn af blygðun. Líkbíllinn í klessu og jarðarförin ónýt.
Stúlkan með vasadiskóið sagði: Heyriði mig, hvað gerir maður
eftir að hafa misst lík útí læk?
Enginn okkar hafði svar við því. Enginn okkar kunni á jarðarfarir
— við vorum viðvaningar og nú hafði áætlunin raskast.
Eg veit það ekki, sagði ég.
Þegar ný þögn virtist í uppsiglingu, sagði stúlkan: Ekki ætliði að
hanga hér?
Við þóttumst vita að það væri ekki hægt. Og eftir að hafa þingað
um málið ákváðum við að bera kistuna til kirkjunnar. Eg giskaði á
það væri fimm mínútna gangur — með tilliti til burðar á líkkistu.
Og við gengum af stað. Alveg óvart héldum við frændurnir takti
einsog fótgöngulið og stúlkan kom á eftir og við gengum nógu hægt
tilað hún gat líka dansað við lagið úr diskóinu. Gatan var hál og ég
óttaðist að við myndum detta og kom í hug sagan af Mjallhvíti og
229