Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 109
Verðleikar og sannleikur afgreitt svertingjann í dæmi Þorsteins og hrækt svo á hann á eftir fremur en vísað honum beint á dyr. Þvílíkur verknaður hefði vissulega verið yfirlýsing í verki um skort á verðleikum, en að því ég fæ séð ekki endilega talandi dæmi um ranglæti, heldur ófagur vitnisburður um einhverja aðra lesti. Af ofansögðu má þá ráða að verk sem líta má á sem yfirlýsingu um verðleika- skort manns sé ekki nægjanlegt skilyrði þess að hann hafi verið beittur rang- læti. En lítum heldur á hina endanlegu framsetningu á sambandi sannleika og verðleika. Það er best ég leyfi mér að hafa orðrétt eftir Þorsteini dálítinn kafla: Verðleikar fólks eru sannleikur um það: um margvíslega hæfileika og kunnáttu, um dyggðir þess og skapsmuni, um kænsku og hlýju. En af öllum hlutum er sannleikurinn mestur, og hann er að einu leyti meiri en allir verðleikar. Verðleikarnir einir saman eru ekki nema venjulegar staðreyndir um okkur: þetta erum við og þetta getum við. En sannleikurinn um okkur er ekki bara sá hvað við erum og hvað við getum, því hann tekur líka til þess sem við gíStum orðið, og gœtum gert. Þetta er auðvitað ljósast um lítil börn. Þau hafa fáa verðleika. Þau hafa þarfir og sumar þeirra ótæpilega, og það þarf ögn af góðvild og stundum meira en litla þolinmæði til að sinna þeim. Við fyrstu sýn virðist ekki reyna mikið á réttsýni manns eða rangsleitni í skiptum hans við lítið barn. En nú skulum við staldra við: barn getur notið sannmælis og barn má svíkja. Og barn nýtur þá og því aðeins sannmælis að sannleikurinn um það — allur sannleikurinn ef nokkur von væri um hann — fái að koma fram: að það fái að spreyta sig og njóta sín svo að það megi leiða í ljós hvers það er megnugt. Sannleikurinn er það sem í því býr. Eftir sannmæliskenningunni um réttlæti er það frumkrafa alls réttlætis, sjálfur tilverugrundvöllur þess í næstum bókstaflegum skilningi, að verðleikar mannlegra einstaklinga fái að koma fram. (216—217) Meginmunurinn á því sem hér segir r>g því sem Þorsteinn er búinn að segja áður er sá að nú eru það ekki aðeins verðleikarnir sem við þegar höfum sem máli skipta, heldur líka þeir sem í okkur búa en hafa ekki enn komið fram. Þetta er máttug kenning, sem hefur víðtækar afleiðingar: með hana að vopni mætti ráðast gegn hvers konar gerræðislegri mismunun svo sem vegna kynþáttar eða kynferðis; hún virðist fela í sér að örbirgð og annað böl sem aftrar fólki frá því að sýna fyllilega hvað í því býr sé ranglæti, og þar með að þjóðfélagsskipan sem viðheldur slíku sé ranglát; og mér sýnist jafnvel eins og Þorsteini að á henni megi reisa hugmynd um mannréttindi (217). Allt er þetta þó að því tilskildu að kenningin sjálf standist. Gerir hún það? Eg held ekki, a. m. k. ekki í núverandi mynd. 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.