Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 135
EKKERT EINS OG VENJULEGA
Sigurður Pálsson hefur sent frá sér bók-
ina Ljóð námu land (Forlagið 1985).
Þetta er fjórða ljóðabók Sigurðar á rúm-
um áratug. Framlag hans til íslenskrar
ljóðlistar er þegar orðið mikið og gott
og enn bætir hann við með þessari nýju
bók. Hún ber mörg einkenni fyrri bók-
anna bæði hvað varðar stíl og yrkisefni
en ef vel er að gáð má greina ákveðna
þróun í átt til meiri ögunar og einfald-
leika. Sigurður Pálsson var orðið þrosk-
að skáld strax í sinni fyrstu bók, per-
sónulegur stíll hans tók af öll tvímæli
um það. I þrem síðustu bókum sínum
hefur hann leitt okkur um ljóðvegi sína,
leyft okkur að sitja í á hringvegi ljóðsins,
hann hefur verið við stýrið en útsýnið
hefur verið okkar. Þessari hringferð er
lokið en nú gefst okkur kostur á að
nema land í heimi ljóðsins og fylgjast
með leit Sigurðar að gulli í hraungrýti
tungunnar.
Orðaleikir hafa verið einkennandi
fyrir ljóðagerð Sigurðar Pálssonar.
Bókarheiti hans hafa einatt verið tvíræð
eða margræð og lesendur hafa sjálfir get-
að leikið sér að finna út margvíslega
merkingu orðanna. I þessari bók nær
hann fram skemmtilegri margræðni með
því að kalla 1. kafla bókarinnar „Ljóð-
námuland", og er ljóðnámulandið
greinilega Island. Tengslin við landnám-
ið verða svo ljós strax í fyrsta ljóði:
Ofríkið græddi í okkur ljónshjarta
Hvergi var lengur vettvangur okkar
né tún
Flóttinn mesta hetjudáðin.
Það er skemmtileg hugmynd að tengja
saman landnám og ljóðnám. Ljóðskáld
Umsagnir um bakur
er stöðugt að nema land í heimi tungu-
málsins, reyna að skapa eitthvað sem
fyrirrennarar þess hafa ekki þegar
skapað. Ljóðskáld er í svipaðri aðstöðu
og landnámsmenn og bændur sem helga
landnám sitt eldi, gefa landinu nafn og
yrkja það. Þessa hugsun orðar Sigurður
Pálsson vel í einu ljóði „Landnámu-
lands":
Sköpun úr óskapnaði:
gefa nafn
þiggja land og gæði
yrkja
fara eldi um landnám
Helga landið
eldljóðinu síkvika.
I síðustu bók Sigurðar, Ljóð vega
gerð, hét fyrsti kaflinn „Ljóðvegagerð".
Þar heppnaðist orðaleikurinn vel af því
hvað hann gefur marga möguleika til
túlkunar, þótt vafamál sé hvort hann
stendur undir heilum ljóðabálki. Mér
finnst „Ljóðvegagerð" betri kafli en
„Ljóðnámuland" þegar á heildina er lit-
ið, enda er þar margt svo frábærlega vel
ort að erfitt er að gera betur. Kannski
lýsir það vel vandræðum skáldsins í
„Ljóðnámulandi" að það hampar orða-
leikjunum um of. Við ofskýringar
minnkar gildi þeirra. Sem dæmi má taka
lok kaflans:
Ljóma slær á ljóðnámuna kraftmiklu
og ljóðnámuland okkar
er ljóð námu land okkar
Það er skemmtilegra fyrir lesandann að
uppgötva þetta sjálfur, en að fá þetta
svona afdráttarlaust á silfurfati.
I 2. kafla bókarinnar tekur Sigurður
261