Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 136
Tímarit Máls og menningar fyrir brennandi yrkisefni; manninn í heiminum, baráttuna milli ljóss og myrkurs, lífs og dauða, vonar og von- leysis. Kaflinn ber heitið „Ratsjá von- gleðinnar“ og samsvarar „Hóteli vonar- innar" í Ljóð vega gerð, en minni gáski og minni mælska einkenna „Ratsjá vongleðinnar“. Kaflinn er einnig styttri og betur byggður upp sem ein heild. Það sem umfram allt hefur einkennt Sigurð Pálsson er ferskt og lifandi myndmál. I ljóðum hans er oftast mikil hreyfing, hann hefur gott vald á máli — skorar það á hólm ef svo má að orði komast — raskar oft hefðbundinni orðaröð og setningaskipan til að ná fram nýstár- legum áhrifum. Myndnotkun er víða at- hyglisverð í „Ratsjá vongleðinnar". Til dæmis er hluti líkingamálsins sóttur í Ilíonskviðu. I upphafi er vetrarríki líkt við óvinnandi borg: En trójuhestur vorsins hafði samt enn einu sinni komist inn fyrir hlaðinn grænum laumufarþegum Einnig er talað um að veðurguðinn sem gekk í lið með öflum nætur og myrkurs sé „haglhnífakastandi" — sem minnir á „fagurbrynhosaða" hermenn og „rós- fingraðar" morgungyðjur. Sem fyrr seg- ir fjallar þessi ljóðabálkur um hinar stóru andstæður. Sigurður hefur reynd- ar áður gert þessu efni skil, en hér er eins og alvaran sé dýpri, þjáningin meira níst- andi og örvæntingin þrengir fastar að skáldinu en áður: „Allt lak í hægu dropatali / hreyfing og stöðvun og þjáning." En vonin blundaði í grænum laumu- farþegum og í IV. hluta losnar um allt — öfl vetrar og myrkurs verða að láta í minni pokann fyrir huldukonum, ljóð- fuglum og hugskeytasendlum. Fullnað- arsigri vorsins er lýst í lokaljóði kaflans. Sigurður sýnir hér sínar sterkustu hliðar sem skáld — yrkir af einlægni og sannri innlifun. Fögnuður og kraftur taka völd- in þegar öfl ljóss og lífs sigrast á myrkri, örvæntingu og vonleysi: O minningamjúka vor! Mikið er afl þitt Kulnaðar raddir lifna af angistardvala og draumlausum svefni Ósegjanlega sundlandi ókunnu djúp! Þið verðið sögð og köfuð! Öldufaldarnir verða saumaðir út! Lagt verður á djúp skógardísanna! Ljóðinu lýkur með þessum orðum: og ljóðorka himnanna í opnum dansi í opnum dansi dansi Götulífsmyndir var að finna í öllum Ljóðvegasöfnum Sigurðar. Helsta breyt- ingin nú er sú að skáldið segir skilið við götur heimsborgarinnar Parísar og snýr sér að höfuðborg okkar hér á norður- hjara. Þetta gerir hann í tveimur ólíkum köflum, „Vorkvöld í Reykjavík" og „Miðbærinn í Reykjavíkurborg". Hinn síðarnefndi samanstendur af 30 stuttum smáljóðum þar sem ort er útfrá ýmsum smáatvikum og fornum og nýjum kenni- leitum í miðbænum. Sigurður kemst víða hnyttilega að orði og margar skemmtilegar hugmyndir verða kveikja að ljóði. Ekki ber þó að dæma þessi ljóð hvert fyrir sig, þeim er ætlað það hlut- verk að gefa heildarmynd og það tekst nokkuð vel. I fyrrnefnda kaflanum eru veigameiri ljóð þótt þau séu reyndar ólík 262
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.