Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 5
Gudbergur Bergsson Ádrepur Sæta liðið sýnir stjórnmálaandlit sitt Listafólk er oft talsvert flónskt í stjórnmálum. Ef það finnur þörf hjá sér til að styðja stjórnmál, styður það gjarnar manninn en málefnið. Og það er næstum regla að hann er þá fremur valdamaður en sá sem þjónar málefni. Þetta æxlast þannig þótt listafólkið telji sig játa ákveðna stefnu eða hugsjón. Slík hneigð er ekkert nýtt fyrirbrigði á tímum okkar, þegar algengara er að viðmælendur í blöðum séu spurðir um uppáhaldsstjórnmálamann sinn (eins og hann væri uppáhaldsleikarinn) en hvaða stefnu þeir fylgja í stjórnmálum, til dæmis, eða hvers eðlis hún er. Fyrr á tímum ef listir voru studdar kom stuðningurinn frá valdamiklum einstaklingum: prinsum, keisurum, páfum, en ekki beinlínis til að mynda frá kristninni sjálfri sem félagslegri hreyfingu og andlegri. Þetta stafar eflaust af því að listamenn og valdamenn finna til skyldleika. Yfir höfuð er listafólki ekki fisjað saman. Það er ekki fyrr en með rómantíkinni sem veiklyndið í djúpi listanna er dregið upp á yfirborðið og gert að höfuðtákni hins taugaveiklaða nýja listamanns. I ljósi þess og hins vaxandi stuðnings við allt sem er veiklynt og á í vök að verjast í lífinu (því ekkert ferst jafn auðveldlega og það í dauðanum) fer þjóðfélagið að styðja listir og listafólk á einhvern hátt. En það er ekki fyrr en með sósíalismanum að stjórnmála- stefna hefur á stefnuskrá sinni almennan stuðning við menningu og listir — og þá í þágu almennings eða samféiagsins. Sósíalisminn hefur aldrei stutt listamanninn sem frjálsan og óháðan einstakling eða uppreisnarsegg á eigin vegum samvisku sinnar og siðferðiskenndar. Auðmenn hafa miklu fremur slampast til þess. Og valdamenn flestra tegunda af sósíalisma hafa gjarna freistast til þess að vísa listamanninum á braut ákveðinnar stefnu (eða þröngvað henni beinlínis upp á hann), stefnu sem er í flestum tilvikum tengd hversdagsleikanum eða einstökum þáttum hans, þeirri sem menn kalla almennt „raunsæi" og er tíðum í raun hversdagsleg tilfinningavella í 267
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.