Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 7
Adrepur
tvcggja persónulegum skilningi. Hann hefur tilhneigingu í þá átt að sjá
aðeins það í stjórnmálum og félagsmálum sem snýr beinlínis að honum sjálf-
um, en sér heildina ekki nema í orði. Raunar er þetta líka vandamál fólks
yfirleitt. Það sér stjórnmál þveröfugt við það sem raunverulegur stjórnmála-
maður sér þau: hann sér eða reynir að sjá heildina, almenningsheill, en ekki
persónulegan framgang sinn. Vegna síns persónulega skilnings hættir lista-
manninum til að sjá þátttakendurna í stjórnmálunum, og þá helst atvinnu-
stjórnmálamennina, en ekki stjórnmálin og heimspekina að baki þeirra eða
hugmyndafræðina, þótt í upphafi alls sé hugsunin, og þetta stafar af
einföldu atriði sem er tengt vinnu hans. Listamaðurinn er að mestu leyti
einráður yfir verki sínu meðan á gerð þess stendur, því sem við köllum
sköpun. Hann er stjórnmálamaður þess. Hann ræður yfir ytri gerð þess,
skipulagi og sköpun persónanna. Og hann verður að beita stöðugri her-
kænsku þegar hann færir persónurnar til og frá og lætur þær tala, bæði í ein-
rúmi og við aðra. Ef þetta á að takast vel verður listamaðurinn að kunna
rækilega listina að svíkja, ella verður verk hans einhæft og dautt. Þessar
aðstæður listamannsins valda á vissan hátt afskræmingu huga hans, séð frá
sjónarhóli annars en eðlis listarinnar sjálfrar. Listamaðurinn er talinn vera
fjöllyndur og óábyggilegur. Sem er honum nauðsyn. Ef leikari væri trúr
hlutverki Hamlets sem hann hefur leikið á sviði, þá léki hann Grasa-Guddu
eins og hún væri Hamlet, því karlleikarar leika oft hlutverk hennar. Eg veit
ekki hvernig áhorfendum litist á þá tryggð. Listamaðurinn er því bæði í ætt
við svikara og einræðisherra. Eins og þeir ræður hann að mestu yfir ríki
sínu.
Hegðun rithöfundarins kann að vekja furðu manns sem þekkir ekki eðli
skáldskaparins. Það hendir oft lesandann og jafnvel bókmenntafræðinginn.
Einkum á þetta við um hegðun hans í dægurmálum stjórnmálanna. Lesand-
inn telur að rithöfundur hljóti að skilja vel samfélagið og fólkið, sem bæði
hann og lýðskrumar bera sífellt lof á, því aðeins frá því hljóta þeir verulegar
vinsældir, auð og völd og tækifæri til að ausa úr sér tómi. Eflaust heldur
lesandinn þetta af því að skáldsagan er samfélag áþekkt þjóðfélaginu og
rithöfundurinn stjórnar málum hennar í orðsins fyllstu merkingu. En hið
kynlega við sköpunina er að skáldið ber tíðum ekkert skynbragð hvorki á
persónur verka sinna né almenn stjórnmál skáldsögunnar. Einmitt af þess-
um ástæðum er bókmenntafræðingurinn bráðnauðsynlegur, til þess að
útskýra fyrir lesandanum þá einkennilegu blindu sýn sem sköpunin er
tíðum. Hún er viss tegund af töfrum.
Skáldskapur, töfrar og stjórnmál eru nátengd. Til að mynda er einn
höfuðvandi sósíalismans sá að orðið sjálft „sósíalismi" hefur glatað að miklu
leyti upprunalegum töfrum sínum. Astæðan fyrir þessu er margbrotin, og
269