Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Qupperneq 7
Adrepur tvcggja persónulegum skilningi. Hann hefur tilhneigingu í þá átt að sjá aðeins það í stjórnmálum og félagsmálum sem snýr beinlínis að honum sjálf- um, en sér heildina ekki nema í orði. Raunar er þetta líka vandamál fólks yfirleitt. Það sér stjórnmál þveröfugt við það sem raunverulegur stjórnmála- maður sér þau: hann sér eða reynir að sjá heildina, almenningsheill, en ekki persónulegan framgang sinn. Vegna síns persónulega skilnings hættir lista- manninum til að sjá þátttakendurna í stjórnmálunum, og þá helst atvinnu- stjórnmálamennina, en ekki stjórnmálin og heimspekina að baki þeirra eða hugmyndafræðina, þótt í upphafi alls sé hugsunin, og þetta stafar af einföldu atriði sem er tengt vinnu hans. Listamaðurinn er að mestu leyti einráður yfir verki sínu meðan á gerð þess stendur, því sem við köllum sköpun. Hann er stjórnmálamaður þess. Hann ræður yfir ytri gerð þess, skipulagi og sköpun persónanna. Og hann verður að beita stöðugri her- kænsku þegar hann færir persónurnar til og frá og lætur þær tala, bæði í ein- rúmi og við aðra. Ef þetta á að takast vel verður listamaðurinn að kunna rækilega listina að svíkja, ella verður verk hans einhæft og dautt. Þessar aðstæður listamannsins valda á vissan hátt afskræmingu huga hans, séð frá sjónarhóli annars en eðlis listarinnar sjálfrar. Listamaðurinn er talinn vera fjöllyndur og óábyggilegur. Sem er honum nauðsyn. Ef leikari væri trúr hlutverki Hamlets sem hann hefur leikið á sviði, þá léki hann Grasa-Guddu eins og hún væri Hamlet, því karlleikarar leika oft hlutverk hennar. Eg veit ekki hvernig áhorfendum litist á þá tryggð. Listamaðurinn er því bæði í ætt við svikara og einræðisherra. Eins og þeir ræður hann að mestu yfir ríki sínu. Hegðun rithöfundarins kann að vekja furðu manns sem þekkir ekki eðli skáldskaparins. Það hendir oft lesandann og jafnvel bókmenntafræðinginn. Einkum á þetta við um hegðun hans í dægurmálum stjórnmálanna. Lesand- inn telur að rithöfundur hljóti að skilja vel samfélagið og fólkið, sem bæði hann og lýðskrumar bera sífellt lof á, því aðeins frá því hljóta þeir verulegar vinsældir, auð og völd og tækifæri til að ausa úr sér tómi. Eflaust heldur lesandinn þetta af því að skáldsagan er samfélag áþekkt þjóðfélaginu og rithöfundurinn stjórnar málum hennar í orðsins fyllstu merkingu. En hið kynlega við sköpunina er að skáldið ber tíðum ekkert skynbragð hvorki á persónur verka sinna né almenn stjórnmál skáldsögunnar. Einmitt af þess- um ástæðum er bókmenntafræðingurinn bráðnauðsynlegur, til þess að útskýra fyrir lesandanum þá einkennilegu blindu sýn sem sköpunin er tíðum. Hún er viss tegund af töfrum. Skáldskapur, töfrar og stjórnmál eru nátengd. Til að mynda er einn höfuðvandi sósíalismans sá að orðið sjálft „sósíalismi" hefur glatað að miklu leyti upprunalegum töfrum sínum. Astæðan fyrir þessu er margbrotin, og 269
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.