Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Síða 132
Tímarit Máls og menningar
öðrum og þar með verður auðveldara að
ná sambandi við annað fólk.
Ekki kjafta frá er að mörgu leyti ágætis
bók sem hefði getað orðið enn betri ef
höfundur hefði tekið aðeins dýpra í
árinni. Helga fjallar hér um venjulega
unglinga í venjulegu umhverfi. Galli
bókarinnar er kannski sá að hlutirnir eru
o/ venjulegir, of hversdagslegir til þess
að vekja áhuga unglinga á bókinni.
Unglingar velja sér oft spennandi eða
fyndnar bækur til lestrar en Ekki kjafta
frá fellur í hvorugan flokkinn. Aftan á
kápunni stendur að „atburðarásin sé
hröð og spennandi frá upphafi til enda“,
en því miður er það ekki satt, dagbókar-
skrif Eddu hægja svo á atburðarásinni að
krakkarnir gefast gjarnan upp og leggja
bókina frá sér. Frásögnin er alltaf endur-
tekin. Fullorðnir lesendur eiga auðveld-
ara með að sætta sig við slíka tækni, en
unglingarnir hafa í flestum tilfellum ekki
þolinmæði til þess að ljúka slíkum
bókum, finnst þær langdregnar og
leiðinlegar, eða kannski bara sæmilegar.
Ef til vill hefði þetta ekki skipt máli ef
frásögnin hefði verið meira krassandi,
og ef höfundur hefði notað dagbókina
til jjess að kafa dýpra ofan í efnið.
I lok sögunnar er allt fallið í ljúfa löð
og hlutirnir hafa gengið saman án nokk-
urra stórátaka, en það er kannski einmitt
þess vegna sem vafasamt er að kalla
þessa sögu þroskasögu. Edda hefur að
vísu áttað sig á nokkrum grundvallarat-
riðum mannlífsins en þá mest út frá
frásögnum annarra, ekki í gegnum eigin
reynslu. Hún er frekar hlutlaus og um
leið litlaus persóna, höfundi tekst ekki
að gæða hana því lífi sem þarf til þess að
vekja samúð lesenda. Það er góð hug-
mynd að láta Eddu læra í gegnum þung-
lyndi sitt að tjá sig í ljóði, en hugmyndin
fellur um sjálfa sig, við fáum ekki að
fylgjast með þroska hennar í þeim efn-
um frekar en öðrum.
Það er sterkt einkenni á ungl-
ingabókum síðustu ára að höfundar láta
unglinga í sálarkreppu annaðhvort fara
einförum eða fela sig í hópnum. Andri í
bókum Péturs Gunnarssonar er dæmi-
gerð hópsál sem er logandi hrædd við að
skera sig úr, og Ilmur í Búrinu er ein
gegn öllum. Báðar þessar persónur eru í
stöðugri uppreisn, gegn skólakerfinu og
foreldravaldinu m. a. Þau gera bæði þá
kröfu að vera metin að verðleikum og
berjast fyrir því með kjafti og klóm. Það
gustar um þau, þau eru litríkar persónur
sem sveiflast öfganna á milli og hrífa
lesandann með sér. Þau eru sannfærandi
hvort í sinni stöðu, Andri sem er hópsál
og einfarinn Ilmur.
Helgu tekst ekki að gera Eddu að
hinum „týpiska“ einfara, þó fæ ég á
tilfinninguna að hún hafi reynt að gæða
hana lífi sem slíka. Að vísu fer hún ein í
bíó og það er ítrekað í dagbókinni að
hún sé ferlega leið. En hún hefur alltaf
einhvern til að spjalla við: Einar bróður
sinn, Grétu og síðar Stínu. Það er ekki
gefin nógu sannfærandi mynd af Eddu
til þess að kreppan verði raunveruleg.
Hún nær ekki sömu tökum á lesanda og
áðurnefndar persónur til dæmis. Hún er
fyrst og fremst áhorfandi sem reynir
lítið að breyta ríkjandi ástandi eða sjálfri
sér.
Vandamál Eddu eru í sjálfu sér ekki
ómerkilegri en hver önnur, hún er að
upplifa hluti sem flestir unglingar ganga
í gegnum s. s. bólurnar og ástamálin.
Framhjáhald, drykkjusýki og eitur-
lyfjaneysla eru líka stórmál og efni í
áhrifamiklar og átakanlegar lýsingar.
Það hefði ekki sakað að gera örlögum
394