Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 132
Tímarit Máls og menningar öðrum og þar með verður auðveldara að ná sambandi við annað fólk. Ekki kjafta frá er að mörgu leyti ágætis bók sem hefði getað orðið enn betri ef höfundur hefði tekið aðeins dýpra í árinni. Helga fjallar hér um venjulega unglinga í venjulegu umhverfi. Galli bókarinnar er kannski sá að hlutirnir eru o/ venjulegir, of hversdagslegir til þess að vekja áhuga unglinga á bókinni. Unglingar velja sér oft spennandi eða fyndnar bækur til lestrar en Ekki kjafta frá fellur í hvorugan flokkinn. Aftan á kápunni stendur að „atburðarásin sé hröð og spennandi frá upphafi til enda“, en því miður er það ekki satt, dagbókar- skrif Eddu hægja svo á atburðarásinni að krakkarnir gefast gjarnan upp og leggja bókina frá sér. Frásögnin er alltaf endur- tekin. Fullorðnir lesendur eiga auðveld- ara með að sætta sig við slíka tækni, en unglingarnir hafa í flestum tilfellum ekki þolinmæði til þess að ljúka slíkum bókum, finnst þær langdregnar og leiðinlegar, eða kannski bara sæmilegar. Ef til vill hefði þetta ekki skipt máli ef frásögnin hefði verið meira krassandi, og ef höfundur hefði notað dagbókina til jjess að kafa dýpra ofan í efnið. I lok sögunnar er allt fallið í ljúfa löð og hlutirnir hafa gengið saman án nokk- urra stórátaka, en það er kannski einmitt þess vegna sem vafasamt er að kalla þessa sögu þroskasögu. Edda hefur að vísu áttað sig á nokkrum grundvallarat- riðum mannlífsins en þá mest út frá frásögnum annarra, ekki í gegnum eigin reynslu. Hún er frekar hlutlaus og um leið litlaus persóna, höfundi tekst ekki að gæða hana því lífi sem þarf til þess að vekja samúð lesenda. Það er góð hug- mynd að láta Eddu læra í gegnum þung- lyndi sitt að tjá sig í ljóði, en hugmyndin fellur um sjálfa sig, við fáum ekki að fylgjast með þroska hennar í þeim efn- um frekar en öðrum. Það er sterkt einkenni á ungl- ingabókum síðustu ára að höfundar láta unglinga í sálarkreppu annaðhvort fara einförum eða fela sig í hópnum. Andri í bókum Péturs Gunnarssonar er dæmi- gerð hópsál sem er logandi hrædd við að skera sig úr, og Ilmur í Búrinu er ein gegn öllum. Báðar þessar persónur eru í stöðugri uppreisn, gegn skólakerfinu og foreldravaldinu m. a. Þau gera bæði þá kröfu að vera metin að verðleikum og berjast fyrir því með kjafti og klóm. Það gustar um þau, þau eru litríkar persónur sem sveiflast öfganna á milli og hrífa lesandann með sér. Þau eru sannfærandi hvort í sinni stöðu, Andri sem er hópsál og einfarinn Ilmur. Helgu tekst ekki að gera Eddu að hinum „týpiska“ einfara, þó fæ ég á tilfinninguna að hún hafi reynt að gæða hana lífi sem slíka. Að vísu fer hún ein í bíó og það er ítrekað í dagbókinni að hún sé ferlega leið. En hún hefur alltaf einhvern til að spjalla við: Einar bróður sinn, Grétu og síðar Stínu. Það er ekki gefin nógu sannfærandi mynd af Eddu til þess að kreppan verði raunveruleg. Hún nær ekki sömu tökum á lesanda og áðurnefndar persónur til dæmis. Hún er fyrst og fremst áhorfandi sem reynir lítið að breyta ríkjandi ástandi eða sjálfri sér. Vandamál Eddu eru í sjálfu sér ekki ómerkilegri en hver önnur, hún er að upplifa hluti sem flestir unglingar ganga í gegnum s. s. bólurnar og ástamálin. Framhjáhald, drykkjusýki og eitur- lyfjaneysla eru líka stórmál og efni í áhrifamiklar og átakanlegar lýsingar. Það hefði ekki sakað að gera örlögum 394
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.