Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 109
Listin að Ijúka sögu
þola og eins hinu sem maður þráir, því sem maður hefur mist og hinu sem
maður kann að vinna, gleyma sínu eigin lífi andspænis þeirri fegurð þar sem
mannlegu lífi sleppir og eilífðin tekur við, hið fullkomna, fegurðin sem efsti
dómur. (6)
Þegar Olafur kemur í fyrsta skipti að litla bænum efst undir jöklinum,
langt frá byggðinni, finnst honum hann vera kominn í annan heim: „Jök-
ullinn var ekki nema seilíngarhæð yfir skógarásnum, nálægð hans nálægð
alhreinnar goðveru, sannfagurrar og án alla miskunn. Skáldinu fanst þeir
ekki einhamir sem lifðu í nánd svo alhvítra töfra, heldur væri þetta ríki
goðsagnarinnar." (9)
Goðvera sú sem er tengd ásýn jökulsins er ekki aðeins alhrein og
sannfögur, heldur einnig „án alla miskunn“. Ef til vill virðist langsótt að
hugsa í þessu sambandi til Vefarans mikla og lokaorða Steins, þegar hann
rekur Diljá frá sér: „Veslings barn! sagði hann, og svipur hans var sem
forkláraður, svo að hún hafði aldrei séð neitt fegurra á œfi sinni. - Maðurinn
er blekkíng. Farðu og leitaðu Guðs, skapara þíns, því alt er blekkíng nema
hann.“ (499; skáletrun PH) En einnig þar er fegurðin nátengd miskunnar-
leysi máttar sem er ofar mannlegu lífi - þó að sá máttur sé í Heimsljósi ekki
Guð kristinnar trúar heldur goðvera sem býr í íslenskum jökli.
Annars má minna á að mörgum árum síðar, í Kristnihaldi undir Jökli
(1968), er sérstakur kafli um jökulinn, það er Snæfellsjökul. Stundum, segir
þar, „hefur líkaminn farið úr jöklinum og ekkert eftir nema sálin íklædd
lofti“. I sérstakri birtu er „einsog fjallið taki ekki leingur þátt í sögu
jarðfræðinnar, heldur sé orðið jónískt". „Að nóttu þegar sól er affjalla
verður jökullinn að kyrlátri skuggamynd sem hvílir í sjálfri sér og andar á
menn og skepnur orðinu aldrei sem eftilvill merkir einlægt. Kom dauðans
blær.“ (193) Einnig hér er jökullinn dularfull goðvera, í eigin heimi, „ofar
hverri kröfu“, og miskunnarlaus.
I niðurlægingu skáldsins, eftir að hann hefur tekið út fangelsisvist sína í
höfuðstaðnum, verður honum stúlkan sem hann nefnir Beru að ímynd
fegurðarinnar. En þegar flutningsmaðurinn Reimar ber honum undir lok
sögunnar boð um að Bera, sem á heima hinum megin við jökulinn, sé dáin,
þá neitar Olafur að trúa honum: „Það leirskáld er ekki til sem getur myrt
fegurð himinsins. Fegurð himinsins getur ekki dáið. Hún mun ríkja yfir mér
að eilífu.“ Og enn er lýst fegurðinni í öllum hennar hrikaleik, sem hinn
léttlyndi hagyrðingur Reimar hefur aldrei komið nálægt og aldrei skilið:
„Sérhvert afbrot er leikur, allur harmur léttbær hjá því að hafa uppgötvað
fegurðina; það er í senn hinn ófriðþægjanlegi glæpur og hið ólinnanda mein,
hið óþornanda tár.“ (257)
TMM VII
97