Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 128
Tímarit Máls og menningar boðuð í lok leitarinnar), leiðir ný- vöknuð Hugborg okkur lesendur og Helga sjóleiðina á vit landsins fagra með sífelldum tilvísunum til veruleikans og þá einkum sögu sósíalismans á Islandi. Sagan hefst á því að þau Hugborg og Helgi vakna úr sinni vímu hangandi á fótunum. Þau eru hangandi og þau eru á hvolfi. Aðgerðalaus og full. Þetta eru ytri aðstæður allrar sögunnar, rammi hennar, eða ysti hringurinn. Hugborg tekur að spinna sögu handa Helga sem gerist úti á hafi; þjóðin umbreytt í tólf manns leitar landsins fagra þar sem kart- öflur vaxa í snjónum og veðurfarinu er stjórnað með vísindalegum aðferðum — og höfð er viðkoma á eyjum sem eru að sínu leyti umbreyting þjóðfélagslegra vandamála á Islandi, í kapítalismanum, og loks í öllum heiminum, ýmis birting- arform græðginnar; innan úr þeirri sögu vex önnur saga af tveimur persónum í bátnum sem umbreytast í bókmennta- klisjur miðalda: karlsson og konungs- dóttur, heilagan Georg og hispursmeyna í hættu, en í ljós kemur að þetta er í raun saga Hugborgar og Ara klædd í ævin- týrabúning — þannig kemst sagan heim, og endar í upphafsaðstæðunum, í bíl- skúrnum. A sögunni fara fram stöðug hamskipti — vandi efnahagslífsins raun- gerist á eyjunum, risaveldin verða að drekum, drekar verða að hringormum í fiski, og svo framvegis; veruleikinn snýst upp í skáldskap sem ekki er stund- inni lengur sem sýnist, við höldum kannski stundum að við séum komin á djúpmið, en erum jafnharðan rifin upp á nýjan leik. Allt þetta er í anda karnivalbók- mennta miðalda og Rabelais, sem og stórkarlalegur ærslahúmor: öllu er snúið á hvolf, karl verður kona, vitringur fá- bjáni, sögumaður 3. persóna o. s. frv. Munurinn er sá að hér er ekki heiminum snúið á hvolf, heldur skoðandanum sem hangir á löppunum. Og samhliða þessu eru persónur sí- fellt að ummyndast, en þessar ummynd- anir eru þegar öllu er á botninn hvolft aðeins tilbrigði og endurtekningar, „hliðstæða en samt frávik“, eins og Hug- borg segir (99). Inga sú sem gift er hang- anum Helga og Ari Fróðason á í ein- hverju sambandi við verður „síðasta hjarðmey hins iðnvædda heims“, Hug- borg verður Perla Páls sem verður Krísurófa hengd upp á hárinu, Ari verð- ur Kallimalli sem verður yngsti bróðir- inn úr ævintýrinu, sá sem hreppir prins- essuna og konungsríkið. I Sögu af manni sem fékk flugu í höfuðið sleppti hann þeirri flugu og hún var étin af fugli. Fuglinn át kisa og kisu át hundurinn og seinast kom ljónið og át hundinn og manninn. Hér er líka nokk- urs konar babúskuskrípi: fyrst er Hug- borg, í hennar stóra búk er Perla Páls, inni í Perlu er Krísurófa — en innan úr Krísurófu sprettur Hugborg. Því eins og hafið er frásögnin síbreyti- leg og um leið alltaf eins, aldrei og alltaf söm: Og Hugborg hélt áfram og sagði að sérhver frásögn væri lík bátsferð, stundum í kröppum sjó, stundum í brimi, stundum á víðu úthafi. Og enginn skilur til fulls eða veit hvar hún endar í víðáttunni. Vegna þess að hugarflugið og skáldskapurinn skapa víðáttu sem þenst út endalaust móti endaleysinu sem eykst og vex út í hið óþekkta og verður til. Og þótt endapunkturinn sé settur ein- hvers staðar þá er hver saga endalaus. Hún er haf sem gufar upp, breytist í ský, skýið verður að regni, regnið fellur í haf sem gufar upp í himin 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.