Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 131
Málsgreinin er byggð upp í kringum orðaleikinn að standa á sporði, og er fyndnin sú að drekar hafa sporð. Þessi orðaleikur er þrítekinn svo ekkert fari milli mála: jafnvel hinn sljóasti lesandi veiti honum athygli. Þetta einkenni á stílnum gerir hann stundum nokkuð lotulangan og raus- kenndan — þreytandi. Þrástagast er á hugdettum og undir hælinn lagt hvort þær standa undir slíku. Þetta er helsti galli bókarinnar, lesandanum er ekki hleypt að með sitt ímyndunarafl, hann fær ekki að yrkja með, gengið er út frá honum sem leirskáldi. Helsti kostur hennar er hins vegar hugmyndaauðgin — þetta er sem fyrr segir tilkomumikil sýning á ímyndunar- afli. Bestur finnst mér Guðbergur þegar hann togar og teygir alþekkt fyrirbrigði heimspólitíkur, verðbólguvandræða og annarra þekkjanlegra hluta úr veruleik- anum í kringum okkur og leiðir þetta út í sínar röklegu öfgar. Þegar frásögnin er olíuborinn spegill. Gudmundur Andri Thorsson FROSKMAÐURINN Froskmaðurinn nefnist saga sem kom út hjá Forlaginu, 1985. Höfundur hennar er Hermann Másson, persóna úr sagna- bálki Guðbergs Bergssonar um fólkið á Tanga (Það sefur í djúpinu, Hermann og Dídí, Það rís úr djúpinu). Þetta uppá- tæki Hermanns kemur ekki beint á óvart, því persónurnar í sögum Guð- bergs hafa löngum verið nokkuð sjálf- stæðar, haft vit á skáldskap og viljað fara Umsagnir um bœkur sínu fram í sögunum. Það er meira að segja ekki fráleitt að persónurnar í Froskmanninum taki völdin af Her- manni: aðalpersónurnar, froskmaðurinn og hafmeyjan, skemmta sér við að hvetja hitt til að stjórna framvindu sögunnar. Froskmaðurinn hugsar: „Eg læt hana ráða hvert stefnir í sögu okkar“, en hún segir á móti: „Víktu bara sögunni aftur til þinnar konu“ (75). Froskmaður og skáld A bókarkápu kemur fram að Hermann Másson er fæddur í Sandgerði 1959 og hefur starfað sem froskmaður. Hann er sem sagt bæði froskmaður og rithöfund- ur. Aðalpersóna sögunnar á það sameig- inlegt með höfundi sínum að vera frosk- maður, og í honum er líka mikið skáld. Skáldlegt eðli hans nýtur sín raunar best þegar hann er að kafa um djúp hafsins og sennilega er það helsta ástæða þess hvað köfunin er honum mikilvæg. „Sundið var áþekkt saknaðarljóði, því hreyfingar handa og fóta eru þögult ljóðmál Iíkamans“ (7). Hann starfar sem bifvélavirki og er ekki froskmaður að atvinnu heldur „í eðli sínu“ (36). Köfun- in er köllun hans: „allt sem varðaði köfun var viðkæmt og heilagt fyrir hon- um“ (17). Það er bara þegar hann skortir einlægni og djörfungu sem hann notar lága taxta Froskmannafélagsins sem af- sökun. Froskmaðurinn er stöðugt að brjóta heilann um eðli froskmanna. Þeir hafa „þörf fyrir einveru og sund þeirra er í sjálfu sér útrás fyrir einmanaleikann. Það læknar sársaukann sem er einn rík- asti þáttur í eðli þeirra" (4). Þeir finna líka fyrir sjálfseyðingarhvöt og geta „freistast til að synda eftir tálsýn út í vota og endalausa hafvíddina. Um leið eru þeir glataðir“ (10). Froskmanninum 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.