Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 134
Tímarit Máls og menningar Ungi maðurinn kemur þrisvar sinnum fyrir. Tvisvar er hann úti á sjó í bátnum sínum og dregur froskmanninn upp til sín eftir að froskmaðurinn hefur verið á sveimi í sjónum sokkinn í hugsanir sínar. I þriðja sinn hittast þeir í bænum (sagan gerist í þorpi á Suðurnesjum og þeir hittast í Reykjavík), ákveða að fara saman til vændiskonu og finna eina slíka eftir furðulegum leiðum. Ungi mað- urinn er andstæða froskmannsins að því leyti að hann er frjáls og óbundinn, hann ferðast um á bátnum sínum og kærir sig ekki um að flækjast í bönd samfélagsins. Froskmaðurinn spyr hvort hann eigi unnustu og svar hans er dæmigert fyrir hann: Við erum ekki trúlofuð. Að þessu leyti líkist hann hafmeyjunni sem frosk- maðurinn lýsir svona: „Hún er ástheit en í henni er enginn pólitískur hiti. Hún er eina manneskjan á Islandi sem er ekki annað hvort kanaleppur eða rússadind- ill. Hún er sjálfstæð og frjáls kona nema ástfangin af mér“ (70). Ungi maðurinn og froskmaðurinn hafa mök við sömu konuna hvor á eftir öðrum. Þeir bera engar tilfinningar til hennar, en ákveða að vera „vinir í sama kvenmanninum" (147). Reynslan verður froskmanninum mikils virði og augnaráð unga mannsins er það sem hefur sterkust áhrif á hann. Eftir þetta fara þeir hvor sína leið. Froskmanninn grípur undarlegur tóm- leiki, en um leið opnast augu hans fyrir fegurð kvöldsins og þá kemur þessi glæsilega lýsing: „Fjöllin virtust hafa öslað örlítið út í hafið til að lauga sig ekki aðeins um ræturnar heldur baða sig upp um miðjar hlíðar og spegla hnúkana í haffletinum. Þau blánuðu óvenjumikið um ennið og skáru sig þannig frá himn- inum“ (155). Froskmaðurinn horfði út á hafið, svipaðist um eftir unga manninum sem hann bjóst þó við að hann sæi aldrei framar og hugsaði: „Fegurðin er mest þegar sá er horfinn sem vekur hana“ (155). Og var það ekki ungi maðurinn sem gerði það? Hugsanir um dauðann koma oft að froskmanninum og tengjast hafinu. „I huga froskmannsins vottaði fyrir sárs- auka yfir að engin leið væri að hverfa lifandi til hafsins, hann yrði að deyja ef hafið ætti að taka alveg við honum“ (3). Hvað eftir annað er lýst þeim undarlega söknuði sem froskmaðurinn er haldinn eftir einhverju sem hann veit ekki hvað er. I lok sögunnar stendur hann við höfnina. Þar eru litlir strákar sem segja að hafmeyjan sé þar niðri í sjónum. Þeg- ar hann horfir út á hafið finnst honum allt í einu hann finna eitthvað sem lengi hafði verið týnt eða hulið. A einu skipinu átti froskmaðurinn tal við kokk, sem sagðist líta á dauðann sem lokapróf: „Lífið hefur gengið upp. Allt nema eitt. . . Hugarburðurinn". Sögunni lýk- ur með því að froskmaðurinn steypir sér í sjóinn og hugsar: „Hér lýkur hugar- burði mínum! ég er loksins kominn í höfn“ (158). Endir sögunnar er tví- ræður, ef ekki margræður, því að lokum kemur lýsing á ímyndaðri heimkomu froskmannsins þegar konan spyr: Varð þá ekki neitt úr neinu? Hafslódir tungunnar Um nótt reyndi froskmaðurinn að sjá í draumi hvort „hann'væri í raun og veru maður yst sem innst“ (76), lenti þá í myrku hafi og fann loks skilti með þess- ari áletrun: Þið sem syndið hingað, takið eftir því að flest gerist á tungunni fremur en í lífinu. Hún er því æðri en lífið, fjölbreyttari en það, enda í nánari tengslum við lífið en lífið við sjálft 122
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.