Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 109
ísbjörg Guðmundsdóttir er einkabam foreldra
sinna, og öðm fremur er saga hennar rannsókn
á fjölskyldugerðinni karl kona bam (dóttir).
Ekki er nokkur leið að segja að niðurstöður
þeirrar rannsóknar séu aðlaðandi.
Faðirinn er spennandi manngerð: vel greind-
ur alþýðumaður sem líður fyrir að vera ómennt-
aður og fá aldrei starf sem nýtir hæfileika hans.
Hann lifir í stöðugri sjálfsblekkingu: hatar þá
sem em ríkir en þráir sjálfur að verða ríkur;
fyrirlítur grenjuskjóður en grætur samt sjálfur;
hefur óbeit á öllu sem gefur eftir en hlýtur þó
sjálfur að láta undan. Dagleg niðurlæging og
árekstrar milli þess sem hann er og þess sem
hann vill vera valda reglubundnum þunglynd-
isköstum sem ísbjörg og móðir hennar umbera
af bældri þjáningu.
Móðirin, Þórhildur, hefur gefist þessum
manni af lífí og sál og veit varla hvemig hann
fer með hana fyrr en löngu eftir að hann er
dauður. Fyrir manni sínum er hún lifandi dæmi
þess sem lætur undan og er fyrirlitlegt, þó vill
hann meina að hann elski hana. Að dæmi heim-
ilisharðstjóra á öllum tímum einangrar Guð-
mundur heimilið smám saman, gætir þess að
engir vinir hænist að og venur systur Þórhildar
af komum sínum með dylgjum og ofstopa. Þór-
hildur vinnur við að skúra sjúkrahús. Það gefur
henni lítið í aðra hönd og vitsmunalega eða
félagslega uppörvun hlýtur hún hvorki í starfi
né heima.
Inn í þessa gróðrarstíu kúgunar og sjálfs-
blekkingar fæðist ísbjörg, bamið sem á að veita
einkum föðumum uppreisn æm. Guðmundur
sér sjálfan sig í stelpunni, dýrkar hana og nærir
á hugmyndum sínum og einstrengingslegum
lífsskoðunum um leið og hann hrifsar af siðleysi
hins sjálfselska mun stærri hlut en honum ber
af sál hennar og tilfinningum. Auk þess á hún
að gera allt sem hann drey mdi um en gerði ekki;
hún á að ganga menntaveginn og vera töff, mala
alla kúgara. Sagan sýnir í smáatriðum hvemig
gmnnur er lagður að einstaklingi inni í lítilli
lokaðri íbúð verkamannafjölskyldu í Reykjavík
á síðari hluta þessarar aldar, og hvemig stendur
á því að þessi einstaklingur getur aldrei tikkað
eðlilega í samfélagi manna.
ísbjörg verður einangrað bam og þó að hún
sé á bamaheimili og gangi seinna í skóla á hún
engan félagsskap nema heima. Vinaleysið
ásamt vakandi umönnun og áhuga föðurins
veldur því að ísbjörgu fer að finnast hún sjálf-
sagt þriðja hjól undir vagni í hjónabandinu, líka
þegar foreldrar hennar elskast. Lýsingin á því
ferli er óhugnanlega sannfærandi í sögunni, og
nær hámarki í sjálfsmorði föðurins.
ísbjörg er átta ára þegar faðir hennar svíkur
hana með því að drepa sig og skilur hana eftir
altekna sektarkennd. Því henni finnst dauði föð-
urins vera sér að kenna. Næsta atvik á eftir í
bókinni sýnir ísbjörgu eftir morðið á „við-
skiptavininum“ röskum áratug seinna; þessir
tveir atburðir eiga órjúfanlega saman: auga fyrir
auga fyrir tönn, eins og segir í byrjun bókar.
Við dauða föðurins stöðvast þroski ísbjargar
og geð hennar klofnar. Þetta segir sagan aldrei
bemm orðum en sýnir á tvo vegu: með sýn
hennar á „draumalandinu", sendinni strönd sem
enginn maður hefur séð eða snert, eins konar
meyjareyju þar sem engir karlmenn fyrirfinnast
og vindurinn sér um frjóvgun konunnar. Og
með því að skipta á vel völdum stöðum úr fyrstu
persónu frásögn yfir í þriðju persónu („ég“
verður ,,hún“). Það gerist einmitt í íyrsta sinn í
næstu frásögn á eftir sjálfsmorðinu, lýsingunni
á ísbjörgu eftir ódæðisverkið, til að sýna að það
var geðklofinn sem myrti þann sem reyndi að
taka stöðu föðurins í lífi stúlkunnar. Enginn má
eiga ísbjörgu nema faðir hennar — og hann má
það síst allra.
Móðirin svíkurísbjörgu líka, með linku sinni,
óraunsæi og úrræðaleysi. Eftir að maður hennar
er dáinn gerir hún bamið ábyrgt fyrir lífi sínu
— og jafnvel dauða. Einangmn og einsemd
ísbjargar nær kuldalegum djúpum sínum þegar
hún gefur örvæntingarfullri móður sinni leyfi til
að fremja sjálfsmorð þrem ámm eftir dauða
föðurins. Þórhildur heykist á að nýta leyfið, en
TMM 1990:4
107