Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 24
sé kaleidóskópísk, persónur komi og fari og sumar komi aftur, aðrar ekki. Erik Spnderholm hefur eftir honum að bygging- in sé einsog býsönsk helgimynd: Þama eru ótal persónur, og hver um sig einsog full- gert málverk og virðist aðalpersóna þegar að er gengið, en þegar farið er nógu langt frá kemur samt einhvers konar heildar- mynd í ljós (Halldór Laxness, bls. 343). Hver er sú heildarmynd? Það er mynd sem kalla mætti Skáld verður til. Halldór sýnir okkur „máltöku“ höfundarins, hvem- ig hann leggur sig fram við að læra ákveðna málshætti, orðtök og vísur sem helst em fullkomlega absúrd; viðar stöðugt að sér úr forðabúri íslenskunnar. Allt verður að verk- fæmm í stórri tösku höfundarins, og sumt að grunni heilla sagna, einsog vísan Þú vínviður hreini. Annað sem mikilvægt er fyrir alla þá sem rannsaka áhrifavalda Halldórs em frásagnir hans af því sem hann hefur lesið. Sérlega upplýsandi em hugleiðingar hans um Ham- sun og Strindberg, um ýmsa eldri íslenska höfunda og ekki síst um bamabækur og aðrar bækur sem hann las í æsku. Og svo eru minningasögumar um þann frumkraft sem rekur Halldór til að skrifa, um einsemd þess og dásemd og einhverja bakteríu sem veldur því að alltaf þegar hann á völ, velur hann skáldskapinn. I þessu ljósi má jafnvel greina bækumar að, sjá áfangana í tilurð skáldsins. 1 túninu heima lýsir mótuninni, hér er að fæðast sá varasami ásetningur að skrifa, fyrir marg- vísleg og sundurleit áhrif. Sjömeistara- sagan er um prófsteininn, fyrsta verkið sem öllu öðm verður að fóma, skólanámi sem og hugsanlegum starfsframa — einhvers þarf sjömeistarasagan við einsog þar stend- ur. Úngur eg var er um freistingamar sem geta glapið ung skáld af leið, um kynnin af erlendri menningu, það að listamaður getur ekki verið dilettant og verður að leiða hjá sér freistingar bóhemlífs, brennivíns og kvennafars, er alltaf skuldbundinn penna sínum, en það efni var Halldóri mjög hug- leikið þegar upp úr tvítugu. Sagan af Jóni frá Hlíð í lok bókarinnar er hápunktur þess- ara hugleiðinga. Grikklandsárið er svo um höfundarstarfið sem ævilanga skuldbind- ingu, þar sem höfundi getur þó aldrei tekist til fullnustu það sem hann ætlar sér, og sama glíman er háð hvort sem þú ferð til Grikk- lands eða Hornafjarðar. Jafnframt er hún um fyrstu viðurkenninguna, þegar virðu- legur góðborgari úr Reykjavík situr í tjaldi á Laxnestúni með viskí og vindil og segir við Halldór: „Kanski hafið þér náð í skottið á neistanum" (Grikklandsárið, bls. 53) og nóttin var björt sem dagur. Þar með er lokið sögu, verkið nemur stað- ar við sögumann tvítugan, vegna þess að þá er kominn allur höfundarferill Halldórs í hnotskurn. Ævisögur eru að jafnaði spenn- andi sem sögur fram að þeim punkti þegar sögumaður hefur fundið sjálfan sig (þess vegna t.d. er fyrsta bindið alltaf best í ís- lenskum ævisagnabálkum undanfarinna ára), allt hitt hefur aðeins menningarsögu- legt gildi, og það veit Halldór mætavel. Þetta er auðvitað ekki sönn saga sjálfsins á mælikvarða staðreyndanna. „í skáldsögu teingjast hlutir eftir gildum rökum, jafnvel lögmálum; annars verðureingin skáldsaga. í lífinu ríkir lögmál sem heitir stráið í vind- inum. Fjarstæða er eingin til í lífinu nema sönn saga. Sögu sín sjálfs getur einginn sagt, hún verður því meira þrugl sem þú leggur meira á þig til að vera sannsögull." (Úngur eg var, bls. 236). En til að segja þessa skáldsögu um eigið sjálf hefur Hall- 22 TMM 1992:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.