Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 29
mynd Halldórs af Einari og fjölskyldu er sterk í glæsileik sínum og ógæfu, og kann vel að koma heim við margt í lífi þessa fólks. En ljóst má vera að staðreynanlegur sannleikur er ekki erindi Halldórs með þessum bókum — þess vegna fyrirvarinn. Það veldurhonum mikiu fremur andvökum að fara rétt með vísur en staðreyndir. Hver er þá ætlunin með bókunum? Það er ætlun sagnamannsins að skapa minnisstæð- ar persónur og segja af þeim sögur. Ólafur Kárason í Heimsljósi samdi þætti af ein- kennilegum mönnum, og það hefur Halldór höfundur hans gert hér. Fólkið sem hann hefur hitt eða heyrt um í bemsku verður honum tilefni stuttra þátta. Sumir af þeim verka á okkur einsog dæmisögur, en svolít- ið einsog út í hött, vegna þess að við getum ekki almennilega sagt um hvað þær eru dæmi. Þær geyma sannleik frásagnarinnar, eða öllu heldur kjama, sem ekki verður endursagður auðveldlega með öðrum hætti. Þetta er höfuðeinkenni á hugsun Halldórs sem sagnaskálds alla tíð, og þess vegna er honum jafnvel á róttækum árum illa við að boða beint í sögum sínum, annað en al- menna samúð með mannkindinni og skömm á öllu valdi. Halldór er í skáldskap sínum sagnamaður, aðra predikun hans á hveijum tíma má finna í ótal ritgerðum og ræðum. Það er auðvelt að fara flatt á þessu. I seinni tíð hefur til dæmis sagan af brauð- inu dýra úr Innansveitarkroniku verið tekin einsog nánast kristileg dæmisaga um hús- bóndahollustu eða trúnað við eigur annarra. Halldór er spurður um þetta í fyrrnefndu sænsku viðtali og segir þá (mín þýðing): ,JÉg er epíker. Guð forði mér frá því að frelsa heiminn. Guðrún var stórmerk kona. Hélt upp á heiði og ráfaði um með brauð prestsins dögum saman, af hverju fór hún ekki bara heim? Þetta er ágæt saga, sem ég varð að segja. Guðrún dýrlingur, hahaha.“ Við erum að nálgast aðferð Halldórs sem sagnamanns. Lítum á fagurfræði hans eins- og hún birtist í bókunum. Til dæmis þegar hann segir í Grikklcmdsárinu eftir nokkra hugleiðingu um vanda þess að skrifa góðan texta: „Vel skrifuð setning „situr“ einsog blóm sem vex á jörðinni; fer vel. Það er auðvelt að vera seinnitímamaður og fínna upp skothvellinn þegar aðrir hafa fundið upp púðrið.“ (Grikklandsárið, bls. 191). Á öðrum stað útfærir hann sömu hugsun svo: „Vandinn í skáldskap svo lausum sem bundnum er einsog í listdansi: eingin áreynsla má sjást, alt verður að koma eins- og af sjálfu sér.“ (/ túninu heima, bls. 152). Af því leiðir að aukaatriðin eru að minnsta kosti eins mikilsverð og aðalatriðin í list- inni, enda geta þau síðamefndu ekki birst nema í gegnum þau fyrrnefndu í góðum sögum. Þannig hefur Halldór líka verið sem lesandi: „Ég var leingi slæmur með það, og er enn, að aðalatriðið í bók vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ég lendi á bólakaf í einhveijum titlíngaskít þaðan sem ég má mig hvergi hræra.“ (/ túninu heima, bls. 134). Halldór hefur oft vikið að því að það sé hlutverk epíkers að segja frá þeim stór- merkjum sem hafa orðið í heiminum, en það er einmitt á valdi sagnamannsins að gera hluti sem sýnast ómerkilegir að stór- merkjum, einsog Halldór hefur sagt efnis- lega um Snorra Sturluson á einum stað (TMM1964:1). Þessa íþrótt stundar hann af kappi í minningasögunum, reynir að segja stóra sögu um tilurð skálds án þess að nefna hana nokkum tíma á nafn, með eintómum aukaatriðum, smásögum af öðru fólki. Af sjálfu leiðir að „Vandinn að skrifa er í því TMM 1992:3 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.