Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 31
ritunartímanum, um tækni, tölvur, málfar
eða djöful hagvaxtarins. Þar er í það
minnsta ein skýringin, einsog sjá má í /
túninu heima: „tilhneigíng til að segja frá,
ánægjan sem af því fæst að móta í orðum
fyrir sér og öðrum ímynduð stórmæli eða
lífsferla fólks eða innri umsvif huga sín
sjálfs“ orsakast kannski „af ofnæmi gagn-
vart fyrirburðum tímans“ (bls. 206-207),
og auðvitað fylgir halldórsk líking: einsog
lúngnauppþemba orsakast af kattarhlands-
lykt. Af ofnæmi gagnvart fyrirburðum tím-
ans hefur Halldór fært okkur þessa mynd af
æsku sinni. Og snúið þá, einsog ég vil leyfa
mér að benda á í lokin, um leið aftur til síns
fomkínverska meistara í taó, einsog Tem-
údsjín forðum að unnum öllum sínum sigr-
um.
Halldór kynntist taóismanum ungur og sá
vegur skar leiðir hans æ síðan — þó hvorki
sem trú né dulhyggja. Þegar íslenskir sam-
ferðamann Halldórs voru á kafí í austrænni
dultrú á þriðja áratugnum, valdi hann sér
taó úr þeim graut öllum — þann veg sem er
lífsspeki en ekki mystík (og mun það enn
álit fræðimanna á borð við D. C. Lau, sbr.
heimildaskrá). Upp frá því vissi hann af taó
einmitt sem öðmm vegi en sínum. Annars
vegar bjó alltaf í Halldóri starfsgleðin, per-
sónulegur sem pólitískur baráttuvilji, harð-
snúinn metnaður sem fann sér glæsilegan
farveg. Hins vegar vissi hann af þessum
kínverska vísdómi um hið lága, mjúka, um
afneitun strits og metnaðar og sigur hins
auðmjúka. Afstaða hans til taós var því
alltaf tvíbentari en okkur hættir til að halda
nú. í ritdómi sem Halldór skrifaði um nýja
þýðingu á Bókinni um veginn árið 1942
vitnar hann með velþóknum til kínversks
fræðimanns sem segir hana boða „speki
fávísinnar, kosti lágkúrunnar og mikilvægi
þess að kunna að villa á sér heimildir“
(Sjálfsagðir hlutir, bls. 144). Að minni
hyggju átti Halldór fyrir vikið alla tíð erfitt
með að koma þessum svokölluðu taóísku
persónum fyrir í skáldsögum sínum. Sum-
um þeirra hætti til að verða karakterlaus
spakmælasöfn, með öllu óepísk. I minn-
ingasögunum er taóistinn hins vegar sögu-
maður, og Halldór kemur lífssýn Lao tse
einsog hann skildi hana og sagnamanninum
í sjálfum sér betur heim og saman en fyrr.
„Leiðir Alvaldsins liggja heim“ segir í Bók-
inni um veginn (bls. 46; og væri ef marka
má enska útgáfu kannski réttar þýtt Vegur-
inn liggur heim).
Bókin um veginn hefur jafnvel áhrif á
frásagnarhátt minningabókanna: Allur sá
munnlegi blær sem er á frásögn Halldórs
kemur heim og saman við það sem hann
krefst af þýðendum Bókarinnar um veginn
í fyrrnefndum ritdómi: „Mál á svona bók
verður að vera munntamt og alþýðlegt eins-
og þula, tilsvar í þjóðsögu eða orðskviður“.
Sýnin á strit mannanna í Bókinni um veginn
sem fór oft fyrir brjóstið á honum áður,
stendur nú nær honum en fyrr, og verður
kannski best lýst með orðum hans sjálfs um
Snorra Sturluson frá árinu 1963: „Þrátt fyrir
ósnortið látbragð sögumanns í hverju tilviki
verður saga þó aldrei viðskila einhvern blæ
af hámentaðri kaldhæðni dulinni undirytra
borðinu" (TMM 1964:1, bls. 8).
Jafnframt er vandfundin í smámyndum
Halldórs predikun um borgaralega meðal-
hegðun, fremur en í Bókinni um veginn,
hvorki hér né þar er verið að hugsa um
„þvílíkan hégóma einsog að frelsa sál sína“,
svo aftur sé vitnað í ritdóminn frá árinu
1942.
I annarri austrænni sögn sem Halldór
vitnar til segir af meistara einum í sínum
TMM 1992:3
29