Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 34
um aldir verið hetjudýrkendur. Það hefur komið fram í ýmsu en skýrast í bókmennt- um: eddukvæði, íslendingasögur, fornald- arsögur, riddarasögur og rímur geta allar kallast hetjubókmenntir. Upptalningunni er þó ekki lokið því að í þjóðsögum og munn- mælum og jafnvel því sem nefna mætti minningar og frásagnir sjónarvotta, gætir hvarvetna tilhneigingar til að mikla hug- dirfð, þrautseigju og afreksverk hvers kon- ar, og enn taka menn sér orðið hetja í munn til lofs þegar mikið liggur við. Því fer fjarri að öll hetjudýrkun sé eins eða að auðvelt sé að greina hana skýrt frá annars konar dýrkun eða aðdáun. Þegar reynt er að átta sig á þessu virðist vænlegast að líta einkum á þrjá þætti sem í raun eru oft óaðskiljanlegir í frásögnum af hetjum: í fyrsta lagi atburðarás hetjusögunnar, í öðru lagi mikilvægustu eiginleika hetjunnar og í þriðja lagi það gildismat eða þær hugsjónir sem ríkja í heimi hetjanna. Atburðarás fomra hetjusagna er einkum af tvennu tagi: annars vegar segir frá hetju sem er frábær að atgervi og hugrekki og vinnur glæsilega sigra, en verður þó að lokum að láta lífið, annaðhvort vegna öf- undar og svika eða annarrar ógæfu. Oft á slík hetja kost á vali milli þess að lifa áfram með því að brjóta gegn óskráðum siðaregl- um og vægja fyrir andstæðingum eða deyja með sæmd. Sönn hetja velur síðari kostinn. Hins vegar segir frá hetju sem er afrend að afli og hræðist ekkert, lendir í margs konar raunum — oftast í ferðum burt frá heimili sínu eða landi — en vinnur sér með sigri í öllum raunum áþreifanleg laun, stundum konungsríki, stundum brúði — nema hvort- tveggja sé; slíkri sögu lýkur að jafnaði með endanlegum sigri og staðfestingu á yfir- burðum hetjunnar sem getur séð fram á hamingjuríka ævi; stígandi sögunnar verð- ur enn skýrari af því að slík hetja virðist oft óefnileg í æsku: kolbítur. f síðari flokknum skiptir mestu máli hug- dirfð, snarræði og kraftar sem duga til sig- urs í hverri raun, en í þeim fyrri skipta sómatilfinning og ósveigjanlegur vilja- styrkur meshi, þótt líkamsstyrkurinn sé sjálfsagður eiginleiki hetju í hefðbundnum hetjusögum. Hreysti, hugrekki, sómatilfinning og óbugandi skapstyrkur virðast samofin í órofa heild í elstu hetjusögnum okkar, s.s. Atlakviðu, Hrólfs sögu kraka, Gísla sögu, og allt eru það sögur sem enda með ósköp- um sem kunnugt er. Vel má þó vera að sögur af sigursælum hetjum séu einnig ævafomar á manna vömm, en þeim hlotnast öllu seinna sú viðurkenning sem felst í skrán- ingu á bókfell. Egils saga er fullsérstæð til að komast í þann flokk þótt hún eigi ýmis- legt sameiginlegt þessum frásögnum. Þeg- ar sögum íjölgar og tímar líða verður ljós sú sundurgreining sem þegar hefur verið bent á. Með henni opnast leið til að sértaka ákveðna eiginleika og tengja þá nýjum að- stæðum. Fom hirðkvæði og önnur dróttkvæði um hernað og vígaferli hafa nokkra sérstöðu meðal hinna fomu hetjubókmennta. Þar er að jafnaði ekki sögð saga heldur dvalist við einstök atvik eða aðstæður í lífi hetju. Þar er mikil áhersla lögð á vígaferlin sjálf, og slík kvæði em einatt full af óhugnanlegum myndum af vígvelli. Menn em fyrirvara- laust lofaðir fyrir manndráp, og til algerra undantekninga heyrir að nokkur samúð sjá- ist með fómarlömbum. Svipaður andi er í ýmsum fomaldarsögum og síðan rímum. Líkamshreystin einber er einnig dýrkuð í þjóðsögum af kraftakörlum og reyndar 32 TMM 1992:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.