Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 35
einnig í mörgum nútímasögum, ekki síst
myndrænum, og íþróttafréttum.
Á hinn bóginn eru til frásagnir þar sem
talað er um hetjuskap án tengsla við krafta
eða vígfimi. Sá sem hefur litla líkamsburði
eða jafnvel enga getur sýnt hugrekki og
trúnað við hugsjón með lífið að veði.
Þannig getum við staðið andspænis ýmiss
konar „hetjum" sem beint má rekja til hinn-
ar fomu hetju en virðast þó nær algerar
andstæður hver annarrar.
Hetjudýrkun getur virst heldur einföld og
jafnvel einfeldningsleg, en verður þó ekki
skilin frá ást á góðum sögum. Það sem gerir
hetjuna sögulega, gerir hana að söguhetju,
er fýsi hennar að hætta lífinu sem vegst á við
mikla hæfileika til að veija það. Þessi fýsn
getur virst handan mannlegrar skynsemi,
því að einatt verður ávinningur af hetjuleg-
um afrekum eða fómum smár miðað við
tilkostnað. Sálfróðir menn væm vísir til að
segja að í hetjusögum takist á lífsfýsn og
dauðafýsn mannskepnunnar. Segja má að
hetjuhugsjónin tilheyri fomum tímum og
með nútímanum komi til skjalanna mat á
hetjuskapnum í anda þeirra hygginda sem í
hag koma og löngum hafa verið borgurum
og búmm ofarlega í huga. Með Don Kíkóta
særðu bókmenntir nýaldar amk. eina tegund
hetjudýrkunar banasári. En hetjuímyndin á
í því sammerkt einum af helstu andstæðing-
um sínum, hinum þríhöfða þursi, að hún er
ekki auðdrepin. Svo er að sjá sem hetjudýrk-
un finni sér ævinlega ný form, stingi fram
nýju höfði, þegar eitt hefur verið höggvið af.
Mætti draga saman mörg dæmi því til stuðn-
ings í bókmenntum Evrópumanna, svo að
ekki sé minnst á leikrit, kvikmyndir og
fréttamiðla. Allt fram á okkar daga hefur
hetjudýrkun magnast á ófriðartímum og
óspart verið beitt til múgseljunar.
III
Ekki verður því haldið fram að hetjudýrkun
hafi ráðið lögum og lofum á Islandi án
andófs fram á rithöfundardaga Halldórs
Laxness. Kalla má að kirkjan hafi frá önd-
verðu reynt með boðskap sínum að andæfa
hetjudýrkun af því tagi sem tíðkast hafði á
Norðurlöndum, enda þvert á móti allri sið-
fræði norrænna manna að tigna þann mann
sem lét handtaka sig, hæða og krossfesta án
þess að veita nokkra mótspymu. Rökréttu
viðbragði fomra hetjudýrkenda við sögum
af Hvítakristi er lýst með orðum Þorgeirs
Hávarssonar í Gerplu:
Þau fræði hef eg numin að móður minni, að
margir ágætismenn hafi skorað Hvítakrist
á hólm, og hafi hann við aungvan þorað að
berjast. Mun hann vera ragur, og vil eg víst
flestum konúngum íyrr þjóna en honum
(48).
Þó er í sögu af Hvítakristi og einnig í
fjölmörgum helgisögum að finna æðruleysi
gagnvart dauðanum sem hetjudýrkendur
hlutu að telja betra en ekki, en hefðbundnar
hetjur er ekki að fínna á sannkristnum bók-
um, nema Gamlatestamentið sé með þeim
talið. Mörkin milli bardagahetja og helgi-
manna urðu þó óljósari með riddarasögum
sem sögðu frá riddurum ágætum sem einn-
ig voru trúmenn. Fræðimenn hafa og velt
því fyrir sér hvort ýmislegt lof sem borið er
á ribbalda og manndrápara á fomum bók-
um kunni að vera til þess ætlað að draga dár
að þeim fremur en til vegsemdar, en ég skal
2
láta það liggja milli hluta hér.
Skopfærsla hetjuskaparins verður ótví-
ræð í íslenskum bókmenntum á 19. öld með
Heljarslóðarorrustu Gröndals, og andhetjur
TMM 1992:3
33