Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 38
skipa siglíngu á ári, gaf niðjunum þessa gjöf í vegamesti á hinni þúngu braut: fom- sögumar með minmngum sínum um hetjur og örlög bókfestar á sjálfu móðurmáli skáldskaparins. A þessari gjöf nærðist þjóðin. Þessi gjöf var fjöregg hennar, líf hennar í dauðanum. Trúin á hetjuna sem bregður sér hvorki við sár né bana og kann ekki að láta yfirbugast, þessi manndómstrú var okkar líf . . . Hetjuskáldskapur þrett- ándu aldar varð uppistaða þjóðarsálarinnar. Á þeim tímum sem niðurlægíng okkar var dýpst kendi fomsagan að við værum hetjur og kynbornir menn. Fornsagan var okkar óvinnanlega borg, og það er hennar verk að við emm sjálfstæð þjóð í dag (65-66). Freistandi er að spyija hvort eitthvað af þessu jákvæða viðhorfi leynist — þrátt fyrir allt — milli lína í Sjálfstæðu fólki eða Gerplu. V Lesendur Sjálfstœðs fólks hafa löngum litið söguhetjuna, Bjart í Sumarhúsum, ólíkum augum. Til munu þeir sem hafa látið íroníu undirtitilsins fram hjá sér fara og lesið sög- una sem lofgjörð um viljafestu Bjarts og harðfylgi í baráttunni fyrir sjálfstæði, þrátt fyrir mjög eindregnar vísbendingar af hálfu sögumanns um að barátta hans sé háð á röngum forsendum. Enn aðrir hafa sem kunnugt er einblínt á hið neikvæða og hlægilega við Bjart og talið að hann og lúsug tík hans séu níðstöng reist íslenskum bændum. Útlendur stúdent, sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af orðstír íslenskra bænda í veröldinni, sagði við mig eftir lestur sög- unnar að honum fyndist Bjartur vera „lítill Hitler“. Þeim lesanda varð starsýnna á harðstjóm Bjarts á heimili sínu en flestum íslenskum lesendum. Ef við tökum undirtitil Sjálfstœðs fólks nógu alvarlega til að spyrja hvers konar hetjusaga sé þar á ferð, er ljóst að hún tilheyrir fyrri flokknum sem ég gat um, segir frá manni sem þrátt fyrir mikla krafta og sterkan vilja bíður ósigur: að vísu er hann ekki drepinn, enda stríðið sem hann heyr ekki af því tagi þar sem sverðum er beitt eða byssum, en hann tapar sjálfstæð- inu, sem hann hefur barist fyrir, þegar hann missir jörðina. Hetjulundin, íhefðbundnum skilningi, kemur fram í því að hann lætur ekki bugast heldur byijar baslið af nýju. Allt bendir til að sú lota muni fara á sömu leið eða verr en hin fyrri. Út frá þessu er Bjartur tragísk hetja. En ef við lítum á hvemig honum er lýst og berum saman við fomar bækur er hann meira í ætt við hina kómísku hetju sem sigrar í hverri raun og deyr úr elli. Bjartur er fremur ófríður eins og algengt er um slíkar hetjur, skáldmæltur og orðhepp- inn. Reyndar em mörg dæmi þess að illa fari fyrir mönnum sem eru honum líkir að þessu leyti, og mætti nefna Skarphéðin og Gretti Ásmundarson. Málið vandast þegar kemur að þeim hetjuhugsjónum sem felast í sögunni af Bjarti og gefa lífi hans merkingu. Sá munur sem þá kemur í ljós milli fomsögu og skáld- sögu er í rauninni kennimark nútímaskáld- sögu gagnvart frásagnarlist miðalda: skáldsagan felur í sér margræðni og íroníu sem risrir svo djúpt að nær að kjama heims- myndarinnar. Bjartur lifir í sjálfsblekkingu, og hetjuskapur hans í baráttunni fyrir sjálf- stæði er því marklaus, hann er alltaf að sá í akur óvinar síns: hann fórnar öllu án þess að vinna nokkuð, frelsi hans er þrældómur. Hetjusaga Bjarts er þó ekki eina sagan sem af honum er sögð í Sjálfstœðufólki. Þar er líka fjallað um baráttu mannlegra tilfinn- 36 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.