Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 51
Markaðssóknin Umbúðaþjóðfélag mótast af því að fólk hættir að leysa verkefnin sjálft og er gefinn kostur á að kaupa sífellt fjölbreyttari vörur og þjónustu á markaði; eða leita hennar hjá því opinbera. Og greiða allan umbúða- kostnaðinn, sem þessu fylgir, við kassann eða til Gjaldheimtunnar. í slíku þjóðfélagi sækja þegnamir flest það sem þeir telja sig þurfa til viðurværis og yndisauka til versl- ana og þjónustustofnana. Við sækjum okk- ur í soðið í kælikistur stórverslana og veljum sunnudagssteikina í allsnægtar- borðum þeirra. Kaupum í tískuverslun klæðnað sem fátækar konur í Asíu hafa að líkindum saumað eftir sniði frá evrópskum innflytjanda. Störfm færast af heimilum á vinnumarkað. Hraðvirk verksmiðjuframleiðsla, ijöl- þætt markaðskerfi og opinber þjónusta koma í stað heimaöflunar með sem minnst- um utanaðkomandi aðföngum og víðtækrar sjálfsbjargarviðleitni sem einkenna íslenskt þjóðlíf fram undir seinna heimsstríðið en lönd Evrópu og Norður-Ameríku langt fram á síðustu öld. Alifuglabú ryðja hænsnakofum umbúðalausra, liðinna tíma úr vegi. Skemmti- og afþreyingarefni er sjaldan sótt í heimasmiðju en þeim mun oftar til atvinnumanna og framleiðenda tónlistar- og sjónvarpsefnis fyrir heims- markað. Fjöldaframleiðsla og atvinnu- mennska hefur bæði þrengt það svigrúm sem hænsni, handverk og hugarflug höfðu fyrr á tímum. Það virðist þægilegra að kaupa en skapa. Sívaxandi framboð er á þjónustu. Heilsu- rækt er orðin meiri háttar markaðsvara eins og fræðast má um í auglýsingum frá lík- ams- og heilsuræktarstöðvum. Bamagæsla og námskeið í að ala upp böm em orðin söluvara á markaði. Ferðalög og námskeið í að veita ferðamönnum þjónustu. Geysis- gos vom sett á markað sumarið 1991. ís- land er skoðað frá sjónarhóli markaðs- fræðanna og miklu kostað til við að mark- aðssetja það. Það heitir að auka ferða- mannaþjónustu og að „laða ferðamenn til landsins“. Þeir sem laðast að em svo eink- um metnir á mælikvarða markaðarins: þeir sem kaupa mikið em kærkomnir — aðrir ekki. Hugtakið þjónusta fær á sig töfrablæ; meiri þjónusta og góð þjónusta verða lykil- orð þeirra sem ætla að skapa einhvers konar Paradís á jörðu og selja almúganum að- gang. Fyrirtækin sigra í samkeppni með því að bæta þjónustuna. Sjúkrahús og skólar veita þjónustu. Ef vel á að vera þarf þjón- ustan að uppfylla gæðastaðla og vera undir gæðastjómun. Fyrirtækjum og stofnunum býðst „þjónustugæðakönnun“ og ráðgjöf sérfróðra atvinnumanna við að bæta þjón- ustuna til að auka „markaðshlutdeildina." Jafnvel pólitík verður eins konar mark- aðsvara, kynnt og seld í aðlaðandi umbúð- um með orðskrúði sem líkist því sem auglýsingastofurnar láta frá sér fara. Sviðs- framkoma stjómmálamanna, sú tilfinn- ingalega skírskotun sem þeir reyna að ráði ímyndafræðinga sinna, skiptir sköpum þegar þeir keppa um hylli kjósendanna, reyna fá þá til að kaupa stefnupakkana sína. Ef að er gáð reynist þó innihald þeirra allra keimlíkt, þ.e. eins konar tilboð til kaupand- ans um aukinn kaupmátt. Ýmist með því að lækka skatta — eða bjóða meiri þjónustu á vegum ríksins. Starf og stefna allra ís- lenskra stjómmálaflokka snýst ef að er gáð einkum um það hvemig hægt er að auka neyslu. Nokkur ágreiningur er hins vegar TMM 1992:3 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.