Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 74
fram eftir að blómaskeiði sagnaritunar lýk- ur eða um það bil sem það er að renna sitt skeið, og það einkum vegna áhrifa frá er- lendum hirðbókmenntum sem fara að ber- ast hingað um miðbik þrettándu aldar. Seinna viðhorfið er að fomaldarsögur séu fyrst og fremst munnlegar bókmenntir sem menn þáðu í ákveðnu formi frá forfeðrum sínum og flutm meira eða minna óbreyttar eftir minni þar til líða tók á 13. öldina þegar tekið var til við að festa þær á bókfell vegna sömu áhrifa frá erlendum bókmenntum. Nauðsynlegt er að setja spumingamerki við þessi viðhorf þó það jafngildi því ekki að hafna þeim alfarið. Sú hugmynd að fom- aldarsögurnar standi næst þeirri fomu, munnlegu sagnahefð sem hér mun hafa ver- ið sérstaklega sterk og teygði rætur sínar langt aftur í heiðna tíma skýrir ekki hvers vegna þar kennir áhrifa frá kristnum helgi- bókmenntum, fræðiritum, flökkusögnum og fleiru. Þær em ekki fulltrúar hreinnar norrænnar hefðar, hafi hún einhvem tímann verið til, þar sem í þeim má greina áhrif frá suðrænum bókmenntategundum. Enn síður er hægt að sjá að þetta séu sérstaklega heiðnar bókmenntir, þó persónur þeirra séu nær undantekningarlaust heiðingjar. Miklu nær væri að tala um að í þeim ríki ákveðin viðhorf kristinna manna til heiðni. Það viðhorf að fornaldarsögur verði til vegna áhrifa frá frönskum, enskum og þýskum hirðbókmenntum sem berast hing- að um Noreg frá þriðja áratugi þrettándu aldar verður ekki síður að endurmeta. Raunar hafa fomaldarsögur svipaða stöðu í íslenskum bókmenntum og hirðbókmennt- imar í Evrópu, þar sem þær em ýkjukennd- ar hetjusögur af köppum liðinna alda og vissulega em þær á margan hátt keimlíkar riddarasögum. Önnur einkenni greina fornaldarsögur frá riddarasögum: þær ger- ast í sérstökum sagnaheimi, setja á svið persónur, blanda á sérstæðan hátt saman bundnu máli og óbundnu. Ef til vill má skýra þennan skyldleika og mun þannig að ekki hafí verið um bein áhrif að ræða, held- ur að höfundar fornaldarsagna hafi verið að bregðast á sjálfstæðan hátt við sömu menn- ingarlegu og sögulegu aðstæðum sem ólu af sér riddarabókmenntir sunnar í Evrópu. Um þá hugmynd að fomaldarsögur komi fram svona seint er það að segja að vitnis- burður handrita leyfír okkur ekki að full- yrða annað þar sem hin elstu sem varðveita fornaldarsögur em frá fyrstu ámm fjórt- ándu aldar. Raunar geta handrit glatast og margt bendir til þess að fornaldarsögur hafi þegar verið komnar í umferð talsvert fyrr. Ymis rök hníga að því til dæmis að Saxi málspaki og höfundur Skjöldungasögu hafí haft aðgang að einhverju sem líktist sumum fornaldarsögum sem varðveist hafa í hand- ritum sem em yngri en verk þeirra.1 Þeirri hugmynd að fomaldarsögur séu hnignunarbókmenntir er alveg óhætt að hafna. Þetta em ekki síðri bókmenntir en annað sem ritað var á þrettándu öld. Þær eru einungis öðmvísi. Það mætti orða það svo að þær séu ritaðar í annarri tóntegund. Aftur á móti er annað viðhorf sem stund- um hefur komið fram og ástæða er að skoða nánar, en það er að fornaldarsögur hafi vax- ið á einhvem hátt upp úr jarðvegi konunga- sagnaritunar, en þá sem sjálfstætt afsprengi þeirra á sama hátt og íslendingasögur og samtíðarsögur og er líklegast að þær hafí komið fram um svipað leyti og þessar bók- menntategundir, þ.e. á fyrstu áratugum þrettándu aldar, og þróast samhliða þeim. Reyndar má greina mikinn enduróm af fornaldarsögum í mörgum af bestu og ef til 72 TMM 1992:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.