Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 75
vill elstu íslendingasögunum og því er vel hugsanlegt að fomaldarsögumar hafi kom- ið fram heldur fyrr en íslendingasögur. Hvemig má þá skýra tilurð fomaldar- sagna? Ef til vill er það hægt ef við leitumst við að skoða hana í ljósi menningar- og bókmenntasögu. Fornaldarsögur Norður- landa em það form skáldskapar í óbundnu máli sem kemur fram á íslandi um svipað leyti — en þó heldur seinna — og fram komu sunnar í Evrópu bókmenntir á þjóð- tungum, skáldaðar frásagnir sem samdar vom við hirðir veraldlegra höfðingja. Um miðja tólfta öld verður mikil bylting í evr- ópskum bókmenntum með tilkomu þessara sagna og munum við síðar sjá hverjar sögu- legar rætur hennar em, en áður en við kom- um að þeim er vert að fjalla örlítið um innihald þeirra. Eins og fomaldarsögur Norðurlanda, er sögusvið þessara sagna fjarlægt höfundum þeirra frá tólftu og þrettándu öldum jafnt í tíma sem rúmi. Þær hafa gjaman verið flokkaðar eftir sögusviðinu og er talað um þrenns konar efnivið: söguefni frá Róm, þar sem höfundar vinna úr gömlum kvæðum frá tímum Rómverja og Grikkja, söguefni frá Bretagne, þar sem unnið er úr keltnesk- um sögnum og loks söguefni frá Frakklandi sem segir frá afrekum Karlamagnúsar keis- ara og kappa hans sem uppi vom á áttundu og níundu öld. Það mætti hugsa sér að fomaldarsögur Norðurlanda séu afrakstur sjálfstæðrar en skyldrar þróunar hér á landi, þ.e. að á sama hátt og til verða í kringum erlenda höfð- ingja veraldlegar skáldbókmenntir þar sem moðað er úr áðumefndu efni, þá verða til á íslandi skáldbókmenntir þar sem unnið er úr öðm efni sem er álíka fjarlægt höfundum í tíma og rúmi en samt sem áður tengt uppmna þeirra. Efnið er reyndar af marg- breytilegum toga og úr ýmsum áttum en hægt er að tengja það með einum eða öðmm hætti við Norðurlönd. Þessi þróun hefst heldur seinna hér á landi en sunnar í Evrópu, ef gert er ráð fyrir að ritun elstu fomaldarsagna hafi hafist á fyrstu áratugum 13. aldar, þar sem verald- legar skáldbókmenntir koma fram í Frakk- landi og Englandi um miðbik tólftu aldar. Bilið minnkar þó þegar haft er í huga að þessar bókmenntir em í bundnu máli á tólftu öld en em síðan gjaman umskrifaðar í óbundnu máli frá og með aldamótunum 1200. f eddukvæðum gætir nefnilega vissr- ar þróunar í átt að rómönsunni á tólftu öld.“ Gæti sú þróun verið fyrsti vísirinn að því sem síðar átti eftir að verða að fomaldar- sögum. Bókmenntaþróunin í Evrópu á sér ákveð- ið menningarsögulegt samhengi, sem teng- ist því að hlutverk og mikilvægi aðalsins er að breytast. Með aukinni hagsæld á elleftu og tólftu öld verður aðalsstéttin fjölmennari og greinir sig meira frá almenningi. Það sem áður vom vopnaðir stórbændur breyt- ist í lágaðal sem tileinkar sér ákveðna sjálfsmynd eða sjálfsvitund sem verður að nokkurs konar menningarlegri fyrirmynd sem breiðir sig frá Frakklandi um alla Evr- ópu. Þessi menningarlega fyrirmynd er ná- tengd hirðmenningunni sem blómstrar í ■7 álfunni um þetta leyti. Frá bókmenntasögulegu sjónarmiði er þessi þróun einkum merkileg vegna þess að leikmenn, þ.e. veraldlegir höfðingjar, fara nú að beita menningarformum kirkjunnar, sérstaklega ritlistinni, í eigin þágu. Til verða ættartölur, sagnfræðirit og veraldleg- ar skáldsögur sem endurspegla leit hins nýja aðals, þ.e. riddarastéttarinnar, að TMM 1992:3 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.