Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 81
að honum hefur verið sleppt við refsingu en geta ekki heppnast fyrr en hann hefur tekið þessa refsingu út á táknrænan hátt. I seinna tilfellinu má finna sömu þættina og í hinu fyrra. Faðir vill refsa manni fyrir að hafa drepið son sinn. I fyrra tilvikinu er þessi maður einnig sonur föðurins en er vísað út úr fjölskyldunni. I hinu seinna er honum vísað inn í fjölskylduna þar sem hann gerist tengdasonur konungsins eftir að sakleysi hans hefur verið sannað eftir tákn- ræna refsingu. Heiðrekur hefur því gengið í gegnum ein- hvers konar ferli og eftir að hann hefur tekið þessa táknrænu refsingu út breytist líf hans. Hann sest í helgan stein og gerist vitur og vinsæll konungur. Þó sá hluti sögunnar sem segir frá Heiðreki sé flókinn, þá er hann ekki sundurlaus eins og stundum hefur ver- ið sagt. Hann hefur þvert á móti mjög skýra formgerð. Kristnar hugmyndir Hægt væri að halda áfram með svipuðum hætti og sýna hvemig einstakir hlutar sög- unnar eru byggðir upp en hér verður látið staðar numið og litið á það hvemig þetta merkingarfræðilega sköpunarverk, Her- varar saga og Heiðreks, fjallar um samtíma sinn eða réttara sagt hvemig finna má hug- arheim og viðfangsefni 13. aldarinnar í sög- unni. Til að byrja með skal aftur bent á að Heiðreki er bjargað frá hengingardauða af því að konungssonurinn sem hann var talinn hafa drepið — sem hann raunar bar á sig að hafa drepið — kemur aftur. Þrettándu aldar Evrópubúar, og þar vom íslendingar engin undantekning, skynjuðu heiminn og sjálfa sig mun meir en gerist nú á dögum í gegnum boðskap kristinnar kirkju. Þeir fóm oftar í kirkju, heyrðu meira af helgisögum og sögum úr Biblíunni. Þeir hafa verið fljótari en við að koma auga á aðstæður í frásögnum sem krefjast eða bjóða upp á kristilega túlkun. Eins hafa hugsunarform þeirra verið mótaðri af hugs- unarformum kristninnar. Endurkoma konungssonarins sem leysir syndarann, þ.e. bróðurmorðingjann, frá refsingu sem hann verðskuldar þó, hlýtur að hafa verið kunnuglegt stef fyrir njótend- ur Hervarar sögu á miðöldum, að minnsta kosti er líklegra að þeir hafi skynjað það en við nútímafólk. Upprisa Krists leysti mann- kynið frá syndum sínum — og feðranna — og mun gera mönnunum kleift að njóta eilífrar sælu í Himnaríki. I hugmyndaheimi kristninnar getur hver einstaklingur leyst sig frá syndum sínum með því að bera á sig glæp sinn og taka út táknræna refsingu í formi skrifta. Þetta á einnig við Islendinga á þrettándu öld, eins og ljóst er hverjum þeim sem les Sturlungu. Þar kemur fram að mönnum var mjög um- hugað um afdrif sálarinnar eftir dauðann og tóku gjaman á sig stórar skriftir til að hreinsa sig af syndum sínum. Af þessu má ljóst vera að sagan af bróð- urmorðingjanum Heiðreki, sem tekur út táknræna refsingu fyrir synd sína, hefur getað talað til íslendinga á þrettándu öld, einmitt á tímum þegar kirkjan leggur æ meiri áherslu á sálarheill hvers einstaklings og á mikilvægi þess að skrifta. Sú áhersla efiist mjög í kringum Kirkjuþingið í Later- an árið 1215 en tilskipanir frá því byrja að taka gildi hér á landi þegar árið 1224. TMM 1992:3 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.