Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 81
að honum hefur verið sleppt við refsingu
en geta ekki heppnast fyrr en hann hefur
tekið þessa refsingu út á táknrænan hátt. I
seinna tilfellinu má finna sömu þættina og
í hinu fyrra. Faðir vill refsa manni fyrir að
hafa drepið son sinn. I fyrra tilvikinu er
þessi maður einnig sonur föðurins en er
vísað út úr fjölskyldunni. I hinu seinna er
honum vísað inn í fjölskylduna þar sem
hann gerist tengdasonur konungsins eftir að
sakleysi hans hefur verið sannað eftir tákn-
ræna refsingu.
Heiðrekur hefur því gengið í gegnum ein-
hvers konar ferli og eftir að hann hefur tekið
þessa táknrænu refsingu út breytist líf hans.
Hann sest í helgan stein og gerist vitur og
vinsæll konungur. Þó sá hluti sögunnar sem
segir frá Heiðreki sé flókinn, þá er hann
ekki sundurlaus eins og stundum hefur ver-
ið sagt. Hann hefur þvert á móti mjög skýra
formgerð.
Kristnar hugmyndir
Hægt væri að halda áfram með svipuðum
hætti og sýna hvemig einstakir hlutar sög-
unnar eru byggðir upp en hér verður látið
staðar numið og litið á það hvemig þetta
merkingarfræðilega sköpunarverk, Her-
varar saga og Heiðreks, fjallar um samtíma
sinn eða réttara sagt hvemig finna má hug-
arheim og viðfangsefni 13. aldarinnar í sög-
unni. Til að byrja með skal aftur bent á að
Heiðreki er bjargað frá hengingardauða af
því að konungssonurinn sem hann var
talinn hafa drepið — sem hann raunar bar
á sig að hafa drepið — kemur aftur.
Þrettándu aldar Evrópubúar, og þar vom
íslendingar engin undantekning, skynjuðu
heiminn og sjálfa sig mun meir en gerist nú
á dögum í gegnum boðskap kristinnar
kirkju. Þeir fóm oftar í kirkju, heyrðu meira
af helgisögum og sögum úr Biblíunni. Þeir
hafa verið fljótari en við að koma auga á
aðstæður í frásögnum sem krefjast eða
bjóða upp á kristilega túlkun. Eins hafa
hugsunarform þeirra verið mótaðri af hugs-
unarformum kristninnar.
Endurkoma konungssonarins sem leysir
syndarann, þ.e. bróðurmorðingjann, frá
refsingu sem hann verðskuldar þó, hlýtur
að hafa verið kunnuglegt stef fyrir njótend-
ur Hervarar sögu á miðöldum, að minnsta
kosti er líklegra að þeir hafi skynjað það en
við nútímafólk. Upprisa Krists leysti mann-
kynið frá syndum sínum — og feðranna —
og mun gera mönnunum kleift að njóta
eilífrar sælu í Himnaríki.
I hugmyndaheimi kristninnar getur hver
einstaklingur leyst sig frá syndum sínum
með því að bera á sig glæp sinn og taka út
táknræna refsingu í formi skrifta. Þetta á
einnig við Islendinga á þrettándu öld, eins
og ljóst er hverjum þeim sem les Sturlungu.
Þar kemur fram að mönnum var mjög um-
hugað um afdrif sálarinnar eftir dauðann og
tóku gjaman á sig stórar skriftir til að
hreinsa sig af syndum sínum.
Af þessu má ljóst vera að sagan af bróð-
urmorðingjanum Heiðreki, sem tekur út
táknræna refsingu fyrir synd sína, hefur
getað talað til íslendinga á þrettándu öld,
einmitt á tímum þegar kirkjan leggur æ
meiri áherslu á sálarheill hvers einstaklings
og á mikilvægi þess að skrifta. Sú áhersla
efiist mjög í kringum Kirkjuþingið í Later-
an árið 1215 en tilskipanir frá því byrja að
taka gildi hér á landi þegar árið 1224.
TMM 1992:3
79