Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 83
erfðarétt yngri sona á íslandi. Hins vegar er ekki ólíklegt að slíkt hafi getað komið upp, þar sem íslenskum höfðingjum hlýtur að hafa verið umhugað um að ríki þeirra lið- uðust ekki í sundur eftir þeirra dag. Sem vísbendingu um þetta má benda á einkenni- lega tilviljun. Þrír af helstu höfðingjum Sturlungaaldar, Jón Loftsson, Snorri Sturluson og Þórður bróðir hans — en um hina tvo fyrmefndu mætti segja að þeir séu meðal höfuðsmiða höfðingjaveldisins — eignast hvor um sig aðeins einn skilgetinn son, Sæmund Jónsson, Jón murt og Böðvar Þórðarson. Hins vegar eignast þeir fjöl- mörg óskilgetin böm. Þetta gæti verið til- viljun en einnig meðvituð leið til að koma í veg fyrir að ríki þeirra liðist í sundur að þeim liðnum. Kaþarsis í Hervarar sögu Þetta síðasta atriði þyrfti nánari athugunar við og er á þessu stigi aðeins hugdetta, en snúum okkur nú aftur að Hervarar sögu. Ef við föllumst á að í henni sé hugsað um þá þróun sem er að eiga sér stað í erfðavenjum höfðingja, hvernig fer þá sú hugsun fram? Hvemig er tekið á þeirri spennu sem af þessari þróun hlýst? Claude Lévi-Strauss segir að hlutverk goðsagna sé að leysa í heimi frásagna og tákna þá spennu sem hlýst af ósættanlegum andstæðum í menningunni eða tilverunni. Er eitthvað slíkt á ferðinni í Hervarar sögu? Þessari spurningu er unnt að svara játandi og má nú komast nærri því að skilgreina á hvem hátt þetta gerist með því að skoða hvemig þessi grundvallarspenna sem breytingar á erfðavenjum skapa, kemur fram með mismunandi hætti og í ákveðinni röð: fyrst í Hervararþætti, svo í Heiðreks- þætti og að lokum í þættinum um Angantý og Hlöð. Hjá Hervöm em viðbrögðin eðlilegust. Henni er ranglega bmgðið um að vera af- kvæmi þræls og hún krefst þess að fá að vita um uppruna sinn, til að endurheimta sjálfs- virðingu sína og að fá þann arf sem hún á rétt á. Það er auðvelt fyrir viðtakendur sög- unnar að tengjast þessu og lifa sig inn í reiði hennar. Hvað Heiðrek varðar, þá er einnig hægur vandi að lifa sig inn í gremju hans yfír að honum skyldi ekki vera boðið til veislu eins og bróður hans en það setur viðtakendur sögunnar skyndilega í spor þess sem kastað hefur steini í blindri reiði og drepið bróður sinn. Þeir fylgja honum síðan á sinni þrauta- göngu þar til hann öðlast táknræna fyrir- gefningu. Að lokum er þátturinn af bræðmnum eins og einfalt harmsögulegt dæmi, þar sem af- leiðingar þess að láta undan reiði yfír ólíkri meðferð skilgetinna og óskilgetinna bama em sýndar. Athyglisvert er að sjá að í þess- um þætti er ekki reynt að láta viðtakendur lifa sig inn í hlutverk þess sem borið hefur skarðan hlut frá borði, heldur er honum lýst meira utan frá. Það er eins og höfundur sögunnar hafi viljað — meðvitað eða ómeðvitað — leiða viðtakendur sögunnar í gegnum ýmiss kon- ar upplifanir tengdar því að vera sviptur arfi annaðhvort vegna þess að maður er óskil- getinn eða yngri: fyrst að setja sig í spor þess sem neitar að vera ekki jafnborinn öðmm, síðan í spor þess sem hefur látið undan reiði sinni og leiðst út í glæp en loks em skelfilegar afleiðingar þess að sætta sig ekki við reglumar eins og þær em sýndar blákalt og utanfrá. TMM 1992:3 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.