Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 83
erfðarétt yngri sona á íslandi. Hins vegar er
ekki ólíklegt að slíkt hafi getað komið upp,
þar sem íslenskum höfðingjum hlýtur að
hafa verið umhugað um að ríki þeirra lið-
uðust ekki í sundur eftir þeirra dag. Sem
vísbendingu um þetta má benda á einkenni-
lega tilviljun. Þrír af helstu höfðingjum
Sturlungaaldar, Jón Loftsson, Snorri
Sturluson og Þórður bróðir hans — en um
hina tvo fyrmefndu mætti segja að þeir séu
meðal höfuðsmiða höfðingjaveldisins —
eignast hvor um sig aðeins einn skilgetinn
son, Sæmund Jónsson, Jón murt og Böðvar
Þórðarson. Hins vegar eignast þeir fjöl-
mörg óskilgetin böm. Þetta gæti verið til-
viljun en einnig meðvituð leið til að koma
í veg fyrir að ríki þeirra liðist í sundur að
þeim liðnum.
Kaþarsis í Hervarar sögu
Þetta síðasta atriði þyrfti nánari athugunar
við og er á þessu stigi aðeins hugdetta, en
snúum okkur nú aftur að Hervarar sögu. Ef
við föllumst á að í henni sé hugsað um þá
þróun sem er að eiga sér stað í erfðavenjum
höfðingja, hvernig fer þá sú hugsun fram?
Hvemig er tekið á þeirri spennu sem af
þessari þróun hlýst?
Claude Lévi-Strauss segir að hlutverk
goðsagna sé að leysa í heimi frásagna og
tákna þá spennu sem hlýst af ósættanlegum
andstæðum í menningunni eða tilverunni.
Er eitthvað slíkt á ferðinni í Hervarar sögu?
Þessari spurningu er unnt að svara játandi
og má nú komast nærri því að skilgreina á
hvem hátt þetta gerist með því að skoða
hvemig þessi grundvallarspenna sem
breytingar á erfðavenjum skapa, kemur
fram með mismunandi hætti og í ákveðinni
röð: fyrst í Hervararþætti, svo í Heiðreks-
þætti og að lokum í þættinum um Angantý
og Hlöð.
Hjá Hervöm em viðbrögðin eðlilegust.
Henni er ranglega bmgðið um að vera af-
kvæmi þræls og hún krefst þess að fá að vita
um uppruna sinn, til að endurheimta sjálfs-
virðingu sína og að fá þann arf sem hún á
rétt á. Það er auðvelt fyrir viðtakendur sög-
unnar að tengjast þessu og lifa sig inn í reiði
hennar.
Hvað Heiðrek varðar, þá er einnig hægur
vandi að lifa sig inn í gremju hans yfír að
honum skyldi ekki vera boðið til veislu eins
og bróður hans en það setur viðtakendur
sögunnar skyndilega í spor þess sem kastað
hefur steini í blindri reiði og drepið bróður
sinn. Þeir fylgja honum síðan á sinni þrauta-
göngu þar til hann öðlast táknræna fyrir-
gefningu.
Að lokum er þátturinn af bræðmnum eins
og einfalt harmsögulegt dæmi, þar sem af-
leiðingar þess að láta undan reiði yfír ólíkri
meðferð skilgetinna og óskilgetinna bama
em sýndar. Athyglisvert er að sjá að í þess-
um þætti er ekki reynt að láta viðtakendur
lifa sig inn í hlutverk þess sem borið hefur
skarðan hlut frá borði, heldur er honum lýst
meira utan frá.
Það er eins og höfundur sögunnar hafi
viljað — meðvitað eða ómeðvitað — leiða
viðtakendur sögunnar í gegnum ýmiss kon-
ar upplifanir tengdar því að vera sviptur arfi
annaðhvort vegna þess að maður er óskil-
getinn eða yngri: fyrst að setja sig í spor
þess sem neitar að vera ekki jafnborinn
öðmm, síðan í spor þess sem hefur látið
undan reiði sinni og leiðst út í glæp en loks
em skelfilegar afleiðingar þess að sætta sig
ekki við reglumar eins og þær em sýndar
blákalt og utanfrá.
TMM 1992:3
81