Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 88
„Skáldskapur var ein gerð pólitískrar
frelsisbaráttu ...“
lega okkar megin heldur, hann er núna
orðinn skúrkur, ég er líka andstæðingur
lesandans. Menn höfðu sameiginlegan
andstæðing, allir lentu sjálfkrafa í
öðruhvoru liðinu. Sumir gerðu sér grein
fyrir þessu vandamáli og reyndu að
bregðast við því; enda hafði það vond áhrif
á bókmenntimar. Þetta þýddi til dæmis að
ef góð meining var í bók, sem þó var illa
skrifuð, þá voru gagnrýnendur í rnjög erf-
iðri aðstöðu: Ef þú skrifar sannleikann, þá
hjálparðu valdhöfum, en ef þú skrifar ekki
sannleikann þá veldurðu bókmenntunum
tjóni.
Þaunig að menn hafa átt erfitt með að
greina á milli skáldskapar og frelsisbar-
áttu ?
Já, og slíkt veldur skáldskapnum auðvit-
að miklu tjóni. Því það er banvænt ef menn
fara einu sinni að ljúga í bókmenntunum;
það er svo erfítt að segja til um hvað er gott
og hvað vont í skáldskap. Ef bíll á í hlut er
það tiltölulega auðvelt, hann hefur tiltekið
afl og notar svo og svo mikið bensín —
maður getur sagt með nokkurri vissu hvort
þetta er góður bíll. En hvað eru góðar bók-
menntir? Það er það sem manni fínnst gott.
Það er gott sem við segjum að sé gott. Og
svo kemur til almennt álit, einn segir að
þetta sé gott, annar að það sé allgott, Thom-
as Mann er góður, Musil er líka góður, þetta
er eins og að skoða matseðil á kaffihúsi;
jæja, en hvað gerist svo ef við förum að
ljúga? Ef við segjum að höfundur sé góður
en vitum að hann er það ekki. Við vitum
kannski að þetta er góður náungi og að það
er allt í lagi með stjórnmálaskoðanir hans;
og þá segjum við: „Já, hann er nú ekki
slæmur.“ En þá komast þessi orð, „ekki
slæmur“ inn í bókmenntimar sem lygi og
fara að breiðast út. Og það getur orðið mjög
erfitt að leiðrétta það.
Já, talaði ekki Brecht wn skáldskap sem var
rétturen vondur, eða varþað kannski öfugt,
rangur en góður?
Já, einmitt. En nú er þetta sjónarmið liðið
undir lok. Það er búið spil. Það eru ekki
lengur til réttar bókmenntir né heldur góðar
en þó rangar.
En eru ekki alltaffyrir hendi einhver „önn-
ur“ sjónarmið? Þú þekkir kannski höfund-
inn sem í hlut á og svo framvegis, það er í
raun og veru aldrei hœgtað „frelsa “ skáld-
skapfrá „öðrum“ sjónarmiðum.
86
TMM 1992:3