Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 106
rammans. I öllu falli hefur minnið og manns-
hugurinn farið um þær höndum, því þetta eru
huglægar kindur með sín rauðu augu og ókind-
arlegu hom. Fígúran á bakvið þær virkar hálf
satamsk svo maður býst fyrst við einhverjum
djöfuldómi, sem ekki er. En er þetta ekki eins
konar skuggi af annarri skepnunni, blóðskuggi,
mennskur skuggi af dýri, náttúran í manninum?
Jón Hallur Stefánsson
Þetta er allt svona einhvern
veginn
Guðmundur Andri Thorsson. íslenski draumurinn.
Mál og menning 1991. 200 bls.
Ég minnist þess að í hugleiðingu sem Guð-
mundur Andri skrifaði um bókavertíðina 1989
(„Af óhamingjusömum fjölskyldum“ TMM
1990:1. Bls. 67-75) gerði hann að umtalsefni
þá bölsýni sem einkennt hafði bókmenntirnar
það árið. Þennan djöfulgang í bókmenntunum
sá hann sem beina afleiðingu af því æði sem
ríkti hvarvetna í samfélaginu. Það ólguðu harm-
sögurnar allt í kring um okkur, fáránlegir og
ótrúlegir atburðir ættu sér stað og það væri firra
að halda annað en að bókmenntimar brygðust
við þessu, að samfélagsmyndin fyndi sér stað í
sögum og ljóðum. En þegar hann sjálfur sest
niður til að skrifa skáldsögu reynir hann á öllu
meðvitaðri hátt að nálgast vandamál þessa
tryllta þjóðfélags. Gjaldþrot, fjárglæfrar og
misskilin atorkusemi eru útgangspunktar ís-
lenska draumsins en ekki einungis bakgrunnur
hans og það er gerð alvarleg tilraun til þess að
skilja í gegnum miðil skáldsögunnar hvað felst
í þessum svokallaða íslenska veruleika, hvers-
konar þjóðfélag það sé sem elur af sér efnahags-
lega ringulreið, blekkingar og sjálfsmorð. Það
er spurt: hvemig stendur eiginlega á þessu
ástandi? Hvemig í ósköpunum fór eiginlega
svona fyrir okkur? Því þó að einstaklingarnir
séu í forgrunninum og fjallað sé um lífshlaup
þeirra og tilfinningar má hvarvetna lesa út úr
sögunni að það er samfélagið sem áherslan
liggur á. Það er reynt að kanna hvað það er sem
einstaklingamir hafa myndað í sameiningu, á
hvern hátt það sameiginlega mótar það einstaka
og öfugt og á hvem hátt þetta samfélag er
sérstaklega íslenskt. Það er hins vegar gáfa
Guðmundar Andra að geta skemmt sér mitt í
alvöruþunganum. Þrátt fyrir að bókin segi átak-
anlega harmsögu og fjalli af siðferðislegri ein-
urð um mjög brýn mál vegur léttleiki og galsi
stflsins þama á móti, lesendum er skemmt með
ljótum sögum af sjálfsblekktu fólki.
Möguleikinn
Sagan er sögð af Hrafni, hæglætismanni á fer-
tugsaldri sem í einni svipan hefur verið rændur
sínum jarðnesku eigum af besta vini sínum,
Kjartani, og situr einn inn í stofu um nótt, sötrar
viskí og riljar upp minningar, reynir að átta sig
á persónuleika Kjartans, geta í eyður í lífi föður
hans, Sigurðar, og skilja hvað olli hrakfömm
þeirra feðga í leit þeirra að auðsæld og sjálf-
stæði. Það ljær sögunni ákveðinn trúverðug-
leika að segja hana í fyrstu persónu og
sjónarhomið bindur traustlega saman tvo meg-
inþræði verksins sem em annars vegar sú frá-
sögn sem spinnst út af persónunum en hins
vegar hugleiðingar um íslenskan vemleika.
Hugleiðingin er frásagnaraðferð sem ekki hefur
verið notuð mikið í íslenskum skáldsögum en
nokkrir samtímahöfundar hafa náð að skrifa
framúrskarandi bókmenntaverk með þessari
aðferð eins og til dæmis Milan Kundera og
Botho Strauss og með þeim hætti viðhaldið
umfangi skáldsögunnar, nánum tengslum henn-
ar við aðrar textahefðir og beittri rýni. Þeir sem
hafa lesið bækur Kundera kannast við hvemig
þar er fléttað saman persónum og vangaveltum
og þær látnar kallast á, persónur spretta af
vangaveltum og vangaveltumar skýra gerðir
persónanna og í grundvallaratriðum er farið
eins að í Islenska draumnum þó útfærslan sé
önnur. I stað þess að söguhöfundur sé sjálfur í
104
TMM 1992:3