Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 107
forgrunni, líkt og oftast í verkum Kundera, skapar fyrstu persónu frásögnin það svigrúm sem þarf til hugleiðinganna og gerir höfundi kleift að hverfa af vettvangi og skýla sér á bakvið sögumanninn. í gegnum Hrafn getur höfundurinn brugðið á leik, búið til möguleika og sett upp dæmi; svona gæti þetta hafa verið en það þarf ekki að hafa verið þannig. Heiti fyrsta kaflans: „Þetta gerist allt í hausnum á mér“, undirstrikar þegar hið mögulega, að þetta sé saga sem veit af því að hún er saga og að innan þeirra marka megi setja fram tilgátur og skoðanir til þess að geta áttað sig betur á veru- leikanum. Hrafn er látinn búa til sögur úr hug- myndum og minningum en fyrst og fremst úr almennri vitneskju, hún er grundvöllur þess að hægt sé að segja sögur á þennan hátt. Þegar hann segir frá lífshlaupi Sigurðar rekur hann því hina hefðbundnu atburðarás eftirstríðsáranna þar sem ungur maður þráir að komast burt úr sveitinni og suður til borgarinnar en þangað kominn verður hans helsta kappsmál að verða einskonar malbiksbóndi, verða sjálfs sín herra og ráða yfir sínu eigin fyrirtæki sem síðan er eyðilagt og svikið af honum af meðeiganda hans. Hrafn veit ekki hvernig þetta gerðist í smáatriðum, hann þekkir ekki tilefni og ástæður þessa alls en hann getur ímyndað sér þær og búið til úr þessari sögu sögu heillrar kynslóðar, reynt að sjá í ljósi hennar hvemig þessi kynslóð gæti hafa hugsað, hvað það var sem knúði hana áfram. Á sama hátt veltir Hrafn fyrir sérhvemig Kjartan og Helga, sem síðan verður kona Hrafns, kynnast, elskast og að lokum fjarlægj- ast, hvemig sambandi þeirra var háttað, hvað það var sem dró hana að honum, gerði hann veikan fyrir henni, hvemig þetta var allt saman. Allir þessir viðburðir em úr veldi möguleikans, þeir gætu hafa gerst og sú staðreynd nægir til þess að hægt sé að segja frá þeim því þegar upp er staðið þá skýrir möguleikinn það sem í raun gerðist, að einhverstaðar á leiðinni leiddu draumar og hugsjónir nýfrjálsra Islendinga þá út í fúafen. Heimur úr orðum En möguleikinn er ekki einungis bundinn við sjálfa frásagnaraðferðina. Eitt af helstu við- fangsefnum íslenska draumsins er hið mögu- lega í sjálfu sér, framtíðin sem á að veita hverjum og einum nýtt líf sé ákveðnum skilyrð- um fullnægt. Sigurður hyggst skapa sér þetta líf í borginni en það nægir honum ekki að giftast, eignast börn og vera í ömggu starfi, hann vill keppa að efnalegu sjálfstæði, að auðsæld sem algerlega er hans eigin og tilraun hans til að ná þessu markmiði verður honum að endingu að fjörtjóni. Þessi framkvæmdagleði, viljinn til að skapa sér framtíð hvað sem það kostar er sprott- in af sama meiði og starf föður hans, aldamóta- mannsins, sem hófst handa á „árinu núll“ og ræktaði, ræsti fram, byggði og ræktaði í trylltu athafnaæði. Hliðstæður kynslóðanna em aug- ljósar, sama trúin á nútímann, framfarirnar og framtíðina gengur í þijá ættliði frá aldamóta- kynslóð til stríðskynslóðar og þaðan til upplýs- ingakynslóðarinnar, Kjartans. Það er trúin á þá nauðsyn að margra alda svefn þurfi að bæta upp með löngum vökum, að stórar hugsjónir verði að koma í stað aldalangs hugmyndaleysis. Þetta framkvæmdakapp er tjáð með mót- hverfu sem mikið ber á í verkinu, móthverfu tilveru og lífs. Tilveran er hið daglega vafstur, hversdagslegar athafnir sem varla nokkur tekur sérstaklega eftir og em þar af leiðandi ekki taldar til lífsins því lífið á heima í hinu ókomna, það er ekki enn hafið. Að vísu er tilveran nauð- synlegur undanfari lífsins en heldur ekki mikið meira. Hún snýst um hið væntanlega líf, hún er „Brautin sem maður hefur geymt inni í sér og haldið opinni gegnum þykkt og þunnt, brautin sem vörðuð er orsökum og afleiðingum — þeg- ar ég geri þetta þá gerist þetta“ (111). Lífið er endastöð þessa þegar/þá lögmáls. Þegar lífið hefst hefur draumurinn ræst. Sigurður sér sitt framtíðarlíf fyrir sér sem ávöxt sjálfstæðisins, fullkomnun síns efnislega draums um stórt hús, fallegan bíl og verönd þar sem má sitja og sötra long drinks á kvöldin en þetta líf er tekið frá honum og athafnagleði hans koðnar niður í TMM 1992:3 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.