Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 109
fyrirfer sér af því að hann hefur glatað honum skilur sonurinn blekkingarmátt hans og notar þann mátt sér til framdráttar en um leið er starf hans tilgangslaust, það er leikrit sett upp leik- ritsins vegna og endalok Kjartans eru því kann- ski öllu sorglegri fyrir vikið. Bútar og glefsur Þessi íslenski orðheimur verður ekki hvað síst fyrirferðarmikill í sögunni fyrir tilverknað stíls- ins. Guðmundur Andri skrifar hraðan stfl sem er sérkennileg blanda af talmáli, lýrflc og að- fengnu góssi. Seilst er til tungumáls ólíkra sviða þjóðfélagsins, blandað saman bókmenntatil- vísunum, sönglögum og orðaleppum. Mikið er notað af smáorðum eins og „eitthvað“, „svo“, og „þannig" og ekki er óalgengt að rekast á setningar eins og „Hann var þannig maður“ (119) eða .. hann var svo einlægur og mikill strákur, hann meinti þetta svo mikið“ (50). Fyrir vikið spannar tungumál verksins mjög breitt svið. Hrynjandin getur ýmist verið jöfn og lygn eins og í lýrísku köflunum í fyrri hluta verksins eða hröð og áköf eins og í kaflanum um akk- orðsvinnu Hrafns og Palla þar sem hraðar skipt- ingar em milli frásagnarsviða, endurtekningar miklar, klifanir notaðar og smáorðum er stungið inn. Þetta má glögglega sjá í setningum eins og þessari: Við rifum fram á kvöld, þutum heim í kvöld- mat, komum strax aftur, vomm að til mið- nættis, kátir og hlæjandi og óþolinmóðir að ljúka þessu af, koma þessu frá og fara að lifa í vellystingum praktuglega, svona hefði hann ábyggilega byijað líka kallinn, þetta er erfítt en þess virði, maður hefur gott af þessu, maður fær innsýn og reynir á sjálfum sér hlutina (70). Þetta er stfll sem reynir að rúma eins mikið af umhverfinu og hægt er en þó er bókin reyndar stutt, aðeins 200 blaðsíður. Það hefði mátt ætla að fyrir svo breiða sögu hefði þurft meira pláss og stundum hefði að ósekju mátt hægja á, leyfa atburðarásinni að streyma hljóðlegar áfram og hugleiðingunum að njóta sín betur. En Guð- mundur Andri leggur meiri áherslu á hraðann og það væri seint hægt að segja að maður hrífist ekki með, því þrátt fyrir að mikið gangi á og greitt sé gengið eru aldrei nein óþarfa læti í bókinni. Hraðinn er fremur einkenni á því óþoli sem einkennir íslenska drauminn, óþoli eftir því að segja frá þessum hörmungum, óþoli eftir því að greina, skilja og rýna í samfélagið, í orðin sem það notar til að tjá drauma sína og blekk- ingamar sem rísa af þeim. En þetta óþol snýst aldrei upp í hatur eða mannfyrirlitningu. Sem betur fer vegur ákveðin kímni alltaf upp á móti hinum greinandi þætti og íyrir vikið er íslenski draumurinn afskaplega skemmtileg bók, skemmtileg með þeim hætti að þar verður sjaldnast neitt raunverulega fyndið feli það ekki í sér einhvem dapran gmn. Kristján B. Jónasson Það liggur engin leið til baka Anton Helgi Jónsson: Ljóðaþýðingar úr belgísku. Mál og menning 1991. Ljóðabókin Dropi úr síðustu skúr eftir Anton Helga Jónsson hefur verið meðal eftirlætisbóka minna frá áttunda áratugnum. Hún kom út í lok hans, 1979, og er að ýmsu leyti hlýðið og gott bam síns tíma (og þægilega kímið: „Allir út að ýta, stétt með stétt“), en hún er líka hlý og persónuleg bók sem veitir lesanda kærkomna sýn inn í hugskot ungs manns (sjá til dæmis ljóðasyrpuna „Jafet í föðurleit“). Síðan Dropinn kom út em liðin þrettán ár, en í fyrra gaf Anton Helgi út safn ljóða frá þessum ámm sem hann nefnir Ljóðaþýðingar úr belgísku. Þar tekur hann upp mörg ljóð úr kverinu Ljóð nœtur sem kom út í litlu upplagi 1985, en vinnur þau upp á nýtt. Þó tekur hann ekki með ljóðið sem mér fannst best í því kveri, ljóðið um mömmu sem byijar svona: „Spádómur leiðsögumannsins rætist / heimkominn smjatta ég á þarlendum TMM 1992:3 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.