Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 4
Thor Vilhjálmsson
Sólspeglaspuni
Spunnið í minningu Jóns Gunnars
Sólspeglamir þínir, segir konan: áttu þeir að sækja orku sem yrði virkjuð?
Nei bara spegla sólina, svo hún sæi sig sjálfa. Senda geislann aftur
heim til sín, segir listamaðurinn: ég er ekki í þessu hagnýta fyrir hönd
hlutafélaganna og fjölþjóðafyrirtækjanna. Nei ég sendi með mínum
haglegu speglum netta geisla sólarinnar aftur heim í eilífan eld, sem
geisar um þessa ásjónu; sem hefur látið okkur lifa svo lengi með hæ-
verskri fjarlægð sinni. Sástu þessa spegla mína á teinunum á torgi
borgarinnar, þar sem þeir voru vígðir með lúðrablæstri einkennisklæddr-
ar sveitar í bláu og rauðu með leðurbönd um öxl tengt við megingjörðina
og kaskeiti, og svo sungu fílþungar óperusöngkonur Wagner, og boðuðu
storm á friðugu torginu. Ekki bað ég um það. Enda var ég hvergi nærri.
Sem og líka kom.
Hver?
Stormurinn. Eins og allt væri með ráðum gert. Til að blása á speglana
þína. Sveigja stengurnar undir þeim eins og á álmi. Eða voru þær úr áli?
Voru þær ekki úr áli?
Þær voru úr áli. Víst voru þær það. Og báru spegla báls. Meðan sólin
brennur.
Ekki lengur. Því útsynningurinn svipti þeim til, laust þeim saman,
snaraði þeim af fæti, og felldi þá niður á stéttina.
Og þú gekkst þar hjá. Mynd þín í brotum fyrir fótum þér. Öll í molum.
Og nú á ég að yrkja þig saman aftur.
Farðu ekki að spinna.
Svo bráðna þau. Dreifð spegilbrot. Verða að pollum. Sólin þurrkar þá
upp. Drekkur þá af stéttinni, og torgið er þurrt, og tómt. Þegar þú átt aftur
2
TMM 1992:4