Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 19
og enginn renndi minnsta grun í það gjöm- ingaveður sem átti eftir að skella á nokkmm mánuðum síðar, þegar æðsti maður Irans, Khomeini erkiklerkur, dæmdi Rushdie til dauða fyrir guðlast og sendi leigumorð- ingja á eftir honum og enginn veit hversu lengi þetta ástand á eftir að vara. Þetta átti sér stað áður en náðist að þýða textann. Því var hneykslið alls staðar nema í enskumælandi heiminum skrefi á undan bókinni. í Frakklandi birtu fjölmiðlar kafla úr bókinni sem enn var ekki komin út til að gera lýðnum Ijóst hvers vegna dómurinn var kveðinn upp. Þetta eru afskaplega eðli- leg viðbrögð af þeirra hálfu, en lífshættuleg fyrir skáldsögu. Með því að birta einungis þá kafla sem sagðir voru guðlast, var lista- verkið strax frá upphafi gert að réttu og sléttu sönnunargagni. Við skulum ekki agnúast út í bókmennta- gagnrýnendur. Þögn þeirra er það versta sem hent getur nokkurn rithöfund. Ég er þá að tala um gagnrýnendur sem hugleiða, greina verkin, þá gagnrýnendur sem hafa vit á því að marglesa verkin sem þeir taka til umfjöllunar (góðar skáldsögur eru skrif- aðar til þess að verða lesnar aftur og aftur, rétt eins og maður getur endalaust hlustað á góð tónverk); um þá gagnýnendur sem skella skollaeyrum við háreystinni í fréttun- um og eru tilbúnir að Qalla um verk sem komu út fyrir ári, þrjátíu árum, þrjú hundr- uð árum; þá gagnrýnendur sem reyna að koma auga á nýjungar í verkum og skrifa þau á spjöld sögunnar. Ef slíkar hugleiðing- ar fylgdu ekki sögu skáldsögunnar, þekkt- um við hvorki haus né sporð á Dostojevskíj, Joyce né Proust. Án slíkra hugleiðinga yrði umfjöllun um verkin öll í skötulíki og þau myndu gleymast hið snarasta. Hins vegar hefur Rushdiemálið leitt í ljós (ef enn var þörf fyrir sannanir) að slíkar hugleiðingar eru ekki lengur stundaðar. Án þess að nokk- ur hafi tekið eftir því, ósköp sakleysislega, eins og af sjálfu sér, vegna breytinga í sam- félaginu og á fjölmiðlunum, hefur gagnrýn- in breyst í ósköp einfaldar (oft skarplegar en alltaf hraðsoðnar) bókmenntafréttir. I tilfelli Söngva Satans vom bókmennta- fréttimar þær að höfundurinn var dæmdur til dauða. Þegar um líf og dauða er að tefla virðist nánast léttúðugt að tala um listir. Hvaða máli skiptir listin þegar vegið er að hinum miklu meginreglum? Enda var það svo að um heim allan var fjallað um meg- inreglumar: um tjáningarfrelsi, um nauð- syn þess að standa vörð um tjáningarfrelsið (reynt var að verja það, menn mótmæltu og skrifuðu undir bænaskjöl); um trúarbrögð- in, Islam og kristindóminn; um guðlast, um réttinn til að guðlasta; en einnig þessa spumingu: Hefur höfundur siðferðislegan rétt til að guðlasta og særa þannig hina trúuðu? Og jafnvel þessa efasemd: ef til vill hefur Rushdie ráðist gegn Islam til þess eins að vekja á sér athygli og selja þessa gersam- lega ólæsilegu bók sína? (Ójá. Nú efaðist ekki nokkur maður lengur um að Rushdie hefði ráðist gegn Islam, því ásökunin ein var raunvemleg; ritverkið var hætt að skipta máli, það var ekki lengur til.) Af einhverjum dularfullum ástæðum (ég hef orðið vitni að sömu viðbrögðum um allan heim) lagðist bókmenntafólk, menn- ingarvitar og samkvæmishestar á eitt um að sniðganga þessa skáldsögu í einu og öllu. Enda þótt þetta fólk lesi heldur ekkert ann- að en það sem bókmenntafréttimar skipa þeim að lesa, ákvað það aldrei þessu vant að standa gegn markaðsöflunum og neitaði að lesa það sem nú var aðeins orðið hneykslunarhella. Það var stfll yfir því að TMM 1992:4 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.