Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 57
ur, víkinga og konunga sagnanna og bágum
kjörum sínum breytir hún ekki nema hún
horfist í augu við það eins og Ugla. Þannig
vísarAtómstöðin beint fram til Gerplu: hinn
ótvíræði styrkur íslenskra múgamanna um
aldir, líf þeirra í og með fomsögunum, er
auðsæjasti vanmáttur þeirra.
Raunsæi gegn makaríni
Á næstu ámm, þegar Halldór er tekinn til
við að semja Gerplu, skrifar hann sitthvað
um menningararfinn og er þar einna merk-
ust ritgerðin „Lítil samantekt um útilegu-
menn“ sem birtist árið 1949. Þar sem í
henni birtast áþekkar vangaveltur og í
„Minnisgreinum um fomsögur“, hyggst ég
þó hlaupa yfír hana hér og víkja að endingu
að erindinu „Vandamál skáldskapar á vor-
um dögum“ sem Halldór flutti í Norsk stu-
dentersamfund í Osló árið 1954 — tveimur
árum eftir útkomu Gerplu. í erindinu birtist
kjaminn í hugmyndum hans um skáldskap
á fímmta áratugnum og við upphaf hins
sjötta. Þar setur hann þjóðfélagsmál í
brennidepil og lýsir því yfir að brýnasta
spurningin sem listamenn samtímans þurfi
að svara sé ekki „í fyrsta lagi vandamál
skáldskaparins" heldur hvort þeir vilji
leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir
atómstríð.48 Hann límr m.ö.o. svo á að listin
sé eitt af tækjum mannsins til að ná stjórn á
veruleikanum og móta hann. Hann ásakar
„menníngarfrömuði“ samtímans um að
„láta stjórnmálamönnum orðið eftir“ —
„það orð sem var köllun þeirra og skylda“;
hann telur dijúgan hluta listamanna, eink-
um á Vesturlöndum, ekki aleinasta afneita
lífinu, heldur kæra sig kollótta um að ná
sambandi við almenning og hafa fyrirlitn-
ingu á því sem kalla má „alþýðlegt, blátt
áfram og áþreifanlegt".46 Hann tekur og
afstöðu til hinna skiptu skoðana sem komið
höfðu fram um raunsæi næstu áratugina á
undan og setur fram skilgreiningu sem er í
ýmsu lík raunsæisskilgreiningu Brechts.
Hann mælir t.d. gegn því að natúralismi eða
„ljósmyndaraunsæi“ eins og hann nefnir
það oftast, sé talið hið eina sanna raunsæi í
listum; vísar á bug hugmyndum um að 20.
aldar höfundar séu því aðeins raunsæishöf-
undar að þeir skrifi sem 19. aldar höfundar
væru og andmæhr því að form sé yfirleitt
notað sem mælikvarði á raunsæi. Hins veg-
ar leggur hann áherslu á víxlverkun lista-
verksins og veruleikans og segir m.a.:
Raunsæisstefna er í mínum augum ekki...
sérstakt form; hún getur verið öll form; hún
er umfram alt listastefna eða bókmenta sem
hefur áhrif á veruleikann af því að hún á
rætur sínar í veruleikanum og sinnir þar
ákveðinni þörf; listastefna sem hefur áhrif
á öldina af því að hún tjáir öldina, andlit
aldarinnar, sál aldarinnar, þjáníngu aldar-
innar, þrá aldarinnar.47
Sem dæmi um raunsæja listamenn í fortíð-
inni tekur Halldór íslenska sagnamenn
forna. Af listamönnum samtíðarinnar nefn-
ir hann hins vegar fýrst Picasso, Neruda,
Brecht og Chaplin og vegna þess sem áður
hefur verið rætt um er kanski ástæða til að
geta þess að í hópnum er ekki aðeins mynd-
listarmaður og kvikmyndaleikstjóri heldur
og rithöfundur sem samdi mörg kvik-
myndahandrit og beitti óspart kvikmynda-
tækni í skáldverkum sínum.48 Til viðbótar
þessum Qórum telur Halldór svo Eliot sem
er að hans sögn fulltrúi „þeirra strauma
aldarandans sem bera einkenni anglókaþ-
ólsku, fommentastefnu og amrískrar kon-
úngsstjómarstefnu11.49 Með þessari sam-
TMM 1992:4
55