Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 22
móð fyrir sjálfri sér og öðrum) list skáld- sögunnar sem er evrópskust allra lista, með öðrum orðum, að útskýra og verja menn- ingu sína. „Synir skáldsögunnar“ hafa snú- ið baki við listinni sem mótaði þá. Evrópa, „samfélag skáldsögunnar“, hefur yfirgefið sjálfa sig. Ég er ekkert hissa á því að guðfræðing- amir við Sorbonne, hugmyndafræðilög- regla 16. aldarinnar sem kveikti slíkan fjölda elda, hafi gert Rabelais lífið svo leitt að hann varð oft og einatt að flýja í felur. Það sem ég furða mig hins vegar mun meira á og mér þykir aðdáunarvert er að valda- miklir samtímamenn hans skyldu taka hann undir vemdarvæng sinn, menn eins og Bell- ay kardínáli, Odet kardínáli, og einkum Frans 1. konungur Frakklands. Voru þeir að standa vörð um meginreglur? Tjáningar- frelsi? Mannréttindi? Ástæðan fyrir því að þeir gerðu þetta var mun betri: þeir vom unnendur bókmennta og lista. Sir Geoffrey Howe er ekki Bellay kard- ínáli, frú Thatcher er ekki Frans 1. En er Evrópa ennþá Evrópa? Það er að segja „þjóðfélag skáldsögunnar“? Með öðmm orðum: er hún enn á tímaskeiði Nútímans? Er hún ekki þegar komin inn á nýtt tíma- skeið sem hefur enn ekki hlotið nafn, tíma- skeið þar sem listir em nánast hættar að skipta máli? Er þá nokkur furða þótt hún kippti sér lítið upp við það þegar það gerðist í fyrsta sinn í sögunni að list skáldsögunnar, hin eiginlega list hennar, var dæmd til dauða? Má ekki segja að á þessu nýja tíma- skeiði, eftir Nútímann, hafi skáldsagan þegar verið dæmd um nokkurt skeið? Evrópsk skáldsaga Til að afmarka nákvæmlega þá list sem ég er að tala um, kalla ég hana evrópska skáld- sögu. Þar með er ég ekki að segja: skáld- sögur sem Evrópumenn skrifa í Evrópu, heldur: skáldsögur sem em hluti af þeirri sögu sem hófst í Evrópu í árdaga Nútímans. Vitaskuld eru til aðrar skáldsögur: kín- verska skáldsagan, sú japanska, fomgríska skáldsagan, en þessar skáldsögur em ekki á neinn hátt tengdar þeim sögulegu áformum sem sáu dagsins ljós með Rabelais og Cerv- antes. Ég tala ekki einungis um evrópska skáld- sögu til aðgreiningar frá kínversku skáld- sögunni (til dæmis), heldur líka til að undirstrika að saga hennar er þverþjóðleg; að franska skáldsagan, enska skáldsagan eða ungverska skáldsagan em ekki færar um að mynda sína eigin sjálfstæðu sögu, heldur taka þátt í sameiginlegri, yfirþjóð- legri sögu sem myndar það eina samhengi sem gerir mönnum kleift að átta sig á því hvert skáldsagan stefnir og meta gildi ein- stakra verka. Á mismunandi þróunarskeiðum skáld- sögunnar hafa hinar ýmsu þjóðir tekið fmmkvæðið eins og í boðhlaupi: fyrst var það Italía með Boccaccio, frumherjanum mikla, síðan var það Frakkland með Rab- elais; þá Spánn með Cervantes og píkar- esku skáldsögunni; 18. öldin er öld ensku skáldsögunnar, en í lok þeirrar aldar koma Þjóðverjar til sögunnar fyrir tilstuðlan Goethe; 19. öldina á Frakkland nánast alla, en þegar þriðjungur er eftir af henni lítur rússneska skáldsagan dagsins ljós og strax þar á eftir kemur skandinavíska skáldsagan til sögunnar. Að lokum er það svo 20. öldin 20 TMM 1992:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.